Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu 10. janúar 2011 06:00 Lóð við Þorrasali í Kópavogi var metin á rúmar 230 milljónir króna í efnahagsreikningi byggingafélagsins Innova árið 2007. Enn er í dag er ekkert á lóðinni fyrir utan rafmagnskassa úti í götu. Fréttablaðið/vilhelm VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab
Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30