Glæsibílar og flugferðir fyrir eiginkonur hjá FL Group 6. janúar 2011 12:58 Hannes Smárason var forstjóri FL Group. Fyrrverandi hluthafi í FL Group segir allt á huldu í hvað þeir sex komma tveir milljarðar króna fóru sem efnahagsbrotadeild fær nú til rannsóknar vegna meintra skattalagabrota. Hann segir FL Group hafi verið spilaborg og bréf fyrirtækisins hafi verið notuð til að tæma bankana innanfrá. Glæsibílageymsla í Skeifunni, flugferðir fyrir starfsmenn og eiginkonur þeirra, dagpeningar fyrir stjórnendur. Þetta er ekki lýsing á bandarísku stórfyrirtæki því svona er starfsemi fyrirtækisins FL Group lýst af fyrrverandi hluthöfum fyrirtækisins og þessu hefur jafnframt ekki verið neitað í bréfi til hluthafa frá þáverandi stjórnarformanni. Fyrirtækið sem var skráð almenningshlutafélag vildi hins vegar aldrei upplýsa um hversu háar fjárhæðir hefðu farið í flugferðir, lúxusbíla og dagpeninga fyrir starfsmenn. Spilaborg sem hrundi við fyrsta áblástur Fyrirtækið breytti um nafn og heitir Stoðir og er nú eftir samþykkt nauðasamninga aðeins lítil skrifstofa í Hátúni með tvo starfsmenn og að fullu í eigu kröfuhafa. Fréttastofa greindi frá því í gær að 6,2 milljarða króna rekstrarkostnaður FL Group á árinu 2007 færi nú til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meintra brota á skattalögum. Það sem er verið að skoða er m.a hvort látið hafi verið hjá líða að greiða af skattskyldum hlunnindum til starfsmanna. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi hluthafi í FL Group, fagnar því. „Auðvitað fagna ég því að þessi liður skuli vera kominn í alvarlega rannsókn en það er auðvitað ennþá erfitt fyrir fyrrverandi hluthafa að fá upplýsingar. Þeir fá mjög takmarkaðar upplýsingar og fá mjög takmarkaðan aðgang að félaginu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir eðlilegt að lífeyrissjóðirnir, sem voru stórir hluthafar, fari í þessi mál og óski eftir upplýsingum. Hann segir fyrirtækið hafa verið spilaborg. „Þetta var spilaborg, hún hrundi við fyrsta áblástur og var í rauninni hrunin löngu áður. Og hlutabréf í þessu félagi voru m.a notuð í að tæma bankana því þau voru seld í framvirkum samningum inn í bankana og þeir sátu uppi með þau. Þetta var bæði spilaborg og bréfin voru notuð til þess að tæma bankana innanfrá," segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri rannsakar kostnað vegna „dótakassa" FL Group Meintum skattalagabrotum vegna yfirdrifins rekstrarkostnaðar FL Group á árinu 2007 verður vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snýst m.a um kostnað vegna hlunninda starfsmanna, eins og leigu á glæsibílum. 5. janúar 2011 18:52 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fyrrverandi hluthafi í FL Group segir allt á huldu í hvað þeir sex komma tveir milljarðar króna fóru sem efnahagsbrotadeild fær nú til rannsóknar vegna meintra skattalagabrota. Hann segir FL Group hafi verið spilaborg og bréf fyrirtækisins hafi verið notuð til að tæma bankana innanfrá. Glæsibílageymsla í Skeifunni, flugferðir fyrir starfsmenn og eiginkonur þeirra, dagpeningar fyrir stjórnendur. Þetta er ekki lýsing á bandarísku stórfyrirtæki því svona er starfsemi fyrirtækisins FL Group lýst af fyrrverandi hluthöfum fyrirtækisins og þessu hefur jafnframt ekki verið neitað í bréfi til hluthafa frá þáverandi stjórnarformanni. Fyrirtækið sem var skráð almenningshlutafélag vildi hins vegar aldrei upplýsa um hversu háar fjárhæðir hefðu farið í flugferðir, lúxusbíla og dagpeninga fyrir starfsmenn. Spilaborg sem hrundi við fyrsta áblástur Fyrirtækið breytti um nafn og heitir Stoðir og er nú eftir samþykkt nauðasamninga aðeins lítil skrifstofa í Hátúni með tvo starfsmenn og að fullu í eigu kröfuhafa. Fréttastofa greindi frá því í gær að 6,2 milljarða króna rekstrarkostnaður FL Group á árinu 2007 færi nú til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meintra brota á skattalögum. Það sem er verið að skoða er m.a hvort látið hafi verið hjá líða að greiða af skattskyldum hlunnindum til starfsmanna. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi hluthafi í FL Group, fagnar því. „Auðvitað fagna ég því að þessi liður skuli vera kominn í alvarlega rannsókn en það er auðvitað ennþá erfitt fyrir fyrrverandi hluthafa að fá upplýsingar. Þeir fá mjög takmarkaðar upplýsingar og fá mjög takmarkaðan aðgang að félaginu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir eðlilegt að lífeyrissjóðirnir, sem voru stórir hluthafar, fari í þessi mál og óski eftir upplýsingum. Hann segir fyrirtækið hafa verið spilaborg. „Þetta var spilaborg, hún hrundi við fyrsta áblástur og var í rauninni hrunin löngu áður. Og hlutabréf í þessu félagi voru m.a notuð í að tæma bankana því þau voru seld í framvirkum samningum inn í bankana og þeir sátu uppi með þau. Þetta var bæði spilaborg og bréfin voru notuð til þess að tæma bankana innanfrá," segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri rannsakar kostnað vegna „dótakassa" FL Group Meintum skattalagabrotum vegna yfirdrifins rekstrarkostnaðar FL Group á árinu 2007 verður vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snýst m.a um kostnað vegna hlunninda starfsmanna, eins og leigu á glæsibílum. 5. janúar 2011 18:52 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ríkislögreglustjóri rannsakar kostnað vegna „dótakassa" FL Group Meintum skattalagabrotum vegna yfirdrifins rekstrarkostnaðar FL Group á árinu 2007 verður vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snýst m.a um kostnað vegna hlunninda starfsmanna, eins og leigu á glæsibílum. 5. janúar 2011 18:52