Fleiri fréttir

Velta á gjaldeyrismarkaði tók stökk í desember

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri tók mikið stökk í desembermánuði s.l. Nam veltan rúmlega 27.4 milljörðum kr., sem er rúmlega 24.7 milljarða kr. meiri velta en í nóvembermánuði.

Útflutningur jókst um 20 prósent

Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi jókst sjöunda árið í röð í fyrra og nam þá um 1.100 milljörðum íslenskra króna sem er um 20 prósenta aukning frá 2009. Frakklands- og Rússlandsmarkaðir eru stærstu útflutningsmarkaðir norsks sjávarútvegs.

Kanadískur fisksölurisi býður 52 milljarða í Icelandic Group

Forsvarsmenn kanadísks fisksölufyrirtækis eru afar ósáttir við að fá ekki að bjóða í Icelandic Group sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands. Viðræður um sölu á hlut í fyrirtækinu til dansks fjárfestingasjóðs eru langt komnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn fyrirtækisins High Liner Foods ítrekað sent framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands erindi vegna málsins, nú síðast í gær.

Konur eyða átta mánuðum af ævi sinni í að finna besta "dílinn"

Meðalkonan í Bretlandi eyðir átta mánuðum á lífi sínu í það að finna góðan "díl" í verslunum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en í henni voru verslunarvenjur 4000 kvenna rannsakaðar í þaula. Að meðaltali eyðir kona um 20 mínútum í að skoða föt í hverri verslunarferð og flestar konur fara í fataverslanir átta sinnum í mánuði, samkvæmt rannsókninni.

Tæplega 1100 ábendingar bárust um bótasvik

Hátt í 140 milljónir króna spöruðust á síðasta ári vegna ábendinga um atvinnuleysisbótasvik. Yfir 200 manns sem sviku út bætur voru teknir af atvinnuleysisskrá eftir ábendingar.

Flóðin í Ástralíu hafa áhrif á stálframleiðslu heimsins

Hin gríðarmiklu flóð sem verið hafa í Queensland í Ástralíu síðustu daga geta haft áhrif á stálverð í heiminum til langs tíma. Ástæðan er sú að framleiðsla hefur stöðvast í stórum hluta kolanáma héraðsins en kol úr námunum eru notuð til þess að keyra helming allra stálvera heimsins. Sérfræðingar segja þó enn of snemmt að spá fyrir um áhrif flóðanna, það fari eftir hve lengi þau munu standa.

Ásta fer í Seðlabankann

Ásta H. Bragadóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Seðlabankans, en undir það svið fellur jafnframt starfsmannastjórn í bankanum. Hún var í hópi 77 umsækjenda um stöðuna, en nokkrir þeirra drógu umsókn sína til baka.

Ólögmæti bílalánasamnings Lýsingar staðfest

Áfrýjunarnefnd Neytendamála staðfesti fyrri niðurstöðu Neytendastofu um að samningsskilmálar á bílasamningi hjá Lýsingu brytu að nokkru leyti gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Raungengi krónunnar birt á morgun

Á morgun mun Seðlabankinn birta raungengi íslensku krónunnar fyrir desembermánuð. Í nóvember síðastliðnum hækkaði það um 0,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags.

Stefnir í metafgang af vöruskiptum

Á morgun mun Hagstofan birta tölur um vöruskipti við útlönd á tímabilinu janúar til nóvember 2010. Ef bráðabirgðatölur nóvembermánaðar reynast réttar nemur afgangur af vöruskiptum á þessu tímabili um 109 milljörðum króna. sem jafngildir aukningu upp á 44% á föstu gengi frá sama tímabili árið á undan.

Uppsjávarafli HB Granda 3,4 milljarðar í fyrra

Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára.

Dohop semur við ástralskt fyrirtæki

Íslenski ferðavefurinn Dohop hefur gert samning við ástralska fyrirtækið HotelsCombined um rekstur íslenskrar hótelleitar á vef Dohop.

Nýtt fyrirtæki stofnað í heilbrigðisgeiranum

Til þess að mæta þörf fyrir aukna sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum hefur verið ákveðið að heilbrigðistæknisvið Vistor verði sjálfstætt fyrirtæki, MEDOR ehf.

Íslandsbanki samdi við Seðlabankann um gjaldeyrissölu

Það er Íslandsbanki sem á stærstan hluta að þeirri aukningu á gjaldeyrisforðanum sem Seðlabankinn greindi frá í gær. Íslandsbanki mun selja Seðlabankanum gjaldeyri fyrir 48 milljarða kr. á næstu fimm árum.

Íslendingar henda 10 kílóum af gulli á ári

Auðvelt er að reikna út að Íslendingar hendi um 10 kílóum af gulli á hverju ári. Þetta gerist þegar landsmenn endurnýja farsíma sína. Andvirði þessa gulls, miðað við heimsmarkaðsverð, er um 57 milljónir kr.

Talsverð auknning hjá norrænu kauphöllunum

Viðskipti á mörkuðum NASDAQ OMX Nordic jukust töluvert árið 2010 frá því árinu áður. Dagleg velta hlutabréfa nam að meðaltali um 2,5 milljarða evra (2009: 2,2 milljarðar).

Gjaldeyrisforðinn aukinn um 72,5 milljarða

Seðlabankinn hefur átt í viðamiklum kaupum á gjaldeyri undir lok síðasta árs. Samtals munu þessi kaup styrkja gjaldeyrisforða bankans um 72,5 milljarða kr.

Um 5,4 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI stóð í stað í dag í 5,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,1 ma. viðskiptum.

Krónan styrktist um tæp 12 prósent á árinu

Gengi krónunnar styrktist lítillega í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 0,11% og endaði í 208,04. Á árinu sem var að líða styrktist krónan um 11,9% en gagnvart helstu gjaldmiðlum var breytingin nokkuð misjöfn. Þetta kemur fram í vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Þreföld lengd símtala á jóladag

Á jóladag bauð Síminn viðskiptavinum sínum að hringja án endurgjalds úr heimasíma í vini og vandamenn sem búa eða dvelja erlendis. Fólk nýtti sér þennan möguleika vel en símtölum til útlanda í kerfum Símans fjölgaði úr rúmlega 5000 á jóladag 2009 í tæplega 12.000 núna. Fólk talaði einnig miklu lengur en venjulega á jóladag en heildarlengd símtala rúmlega þrefaldaðist á milli ára og var vel yfir 140.000 mínútur.

Sérstakur: Gögnin frá Lúx ættu að skila sér í febrúar

Sérstakur saksóknari segist eiga von á því að fá gögn úr Banque Havilland bankanum í Lúxemborg í febrúar þegar niðurstaða hæstaréttar í Lúxemborg á að liggja fyrir. Embættið telur gögnin hafa grundvallarþýðingu fyrir rannsókn á málefnum Kaupþings.

Gamlir peningaseðlar seljast eins og heitar lummur

Gamlir peningaseðlar er nú orðnir helsta söluvaran á minjagripamarkaðnum í Zimbawe. Það er einkum 100 trilljóna dollara seðilinn sem er vinsæll en trilljón er milljón milljónir.

VBS á borð sérstaks saksóknara

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka undirbýr það nú að stefna nokkrum málum tengdum viðskiptum bankans fyrir fall hans í fyrra og er líklegt að einhver þeirra lendi á borði sérstaks saksóknara.

Norðmenn og Íslendingar geta sameinast um Jan Mayen

Einn kunnasti olíuráðgjafi Noregs telur að breytingar á íslensku olíuskattkerfinu séu forsenda þess að starfsemi hefjist á Drekasvæðinu og segir að Norðmenn og Íslendingar geti sameinast um að gera Jan Mayen-svæðið aðlaðandi til olíuleitar.

Vilja ekki láta Kaupþingsgögn af hendi

Eigendur Havilland Banka, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að skjöl sem fundust í lögreglurannsókn á bankanum verði látin af hendi.

Mannkynið nær 7 milljörðum á árinu

Mannkynið mun ná sjö milljörðum á þessu ári samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Þetta vekur sérstakan óhug í brjóstum margra enda hefur mankynið fjölgað sér með ógnarhraða undanfarin áratug.

Eistar með evru

Eistar tóku upp evru í dag og varð Eistland þar með sautjánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Eistar leggja þar með gjaldmiðlinum kroon. Þrátt fyrir áhyggjur af stöðu evrusvæðisins nýtur upptaka evrunnar mikils stuðnings meðal eisnesku þjóðarinnar.

Fréttaárið 2010: Lítið þokaðist í atvinnuuppbyggingu

Lítið þokaðist í atvinnuuppbyggingu á árinu og gekk erfiðlega að koma stórframkvæmdum á koppinn. Árið einkenndist af ósamstöðu í atvinnumál. Samtök atvinnulífsins og ASÍ sögðu sig frá stöðugleikasáttmálunum ári eftir undirritun. Sigríður Mogensen, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, tók saman helstu fréttir af atvinnumálum og var samantekin sýnd í árlegri Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Hægt er að sjá samantekina hér.

Sjá næstu 50 fréttir