Fleiri fréttir

Gengi Straums fellur um sex prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um 5,99 prósent í dag, Marel Food Systems um 1,58 prósent og í Össuri um 0,55 prósent.

Skuldabréf Exista sett á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Exista hf. hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 1. mars 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins.

Gjaldeyrishöft ekki afnumin að sinni

Samkvæmt nýjum reglum um gjaldeyrismál ber að endurskoða þær eigi síðar en 1. mars 2009. Seðlabank Íslands hefur metið hvort nauðsynleg skilyrði þess að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft séu til staðar og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.

Vinnuhópur skipaður um málefni Sparisjóðabankans

Í framhaldi af þeim viðræðum sem hafa átt sér stað á milli Sparisjóðabanka Íslands hf. og stærstu lánveitenda bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans hefur verið skipaður vinnuhópur með fulltrúum Seðlabanka Íslands, erlendra lánveitenda og bankans sjálfs.

Lækkun á Asíubréfum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og lækkuðu bréf Mitsubishi-bankans í Japan um 6,8 prósent. Þá gerði lækkandi olíu- og málmverð það að verkum að bréf námufyrirtækisins Billington lækkuðu um 3,1 prósent í Sydney í Ástralíu.

Segja West Ham selt í vikunni

Í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Daily Mirror segir að knattspyrnuliðið West Ham sé á leið til fjárfesta frá Asíu fyrir 90 milljónir punda. Þar segir að fjárfestarnir séu við það að ná samningum við Björgólf Guðmundsson sem er núverandi eigandi félagsins. Þar er jafnvel talað um að samningar gætu verið í höfn í vikunni.

Viðskiptaráðherra í Harvard og Yale

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fór til Bandaríkjanna 26. og 27. febrúar. Hann hélt fyrirlestra um íslenskt efnahagslíf og sérstaklega endurreisnarstarfið fyrir sérfræðinga Harvard og Yale háskóla.

Hröð stýrivaxtalækkun nauðsynleg

Afnám gjaldeyrishafta og hröð stýrivaxtalækkun er grunnforsenda fyrir endurreisn efnhagslífsins að mati Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins

Breskir leigusalar gætu tapað á Mosaic

Breskir leigusalar gætu þurft að sætta sig við að veita allverulegan afslátt af leiguverði í yfir 500 verslunum víða um Bretland í kjölfar greiðslustöðvunar Mosaic, sem er í 49% eigu Baugs.

Efnahagslífið mun „staulast“ út þetta ár

Milljarðamæringurinn Warren Buffet segir að efnahagslífið muni staulast út þetta ár á meðan fjármálafyrirtækin eru að jafna sig á tapinu sem fylgdi kæruleysislegum lánum í tengslum við sprengjuna á húsnæðismarkaði.

Leita að 50 milljónum dollara í útrásarverkefni

Reykjavík Geothermal sem Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri REI og Orkuveitunnar stofnaði í ágúst í fyrra leitar nú að 50 milljónum dollara frá alþjóðlegum fjárfestum. Gunnar Örn Gunnarsson forstjóri fyrritækisins segir ætlunina að setja peningana í verkefni í þremur löndum um þróun og byggingu virkjana. Hann segir fyrirtækið gera sér grein fyrir að upphæðin sé stór en hún er hugsuð yfir fimm ára tímabil.

Kaupþing mun eignast 90% hlut í Mosaic Fashion

Tískuvöruverslanakeðjan Mosaic Fashion sem er í 49% eigu Baugs er á leið í greiðslustöðvun. Félagið mun þó að öllum líkindum fara í endurskipulagningu á fjórum aðal vörumerkjum sínum, Oasis, Warehouse, Coast og Karen Millen. Það er breska blaðið Times sem greinir frá þessu í morgun.

Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri

Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi.

Bankarnir afskrifa sex þúsund milljarða

Líklegt er að nýju bankarnir, Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbankinn, afskrifi rúm fjörutíu prósent skulda sinna eftir efnahagshrunið í fyrrahaust. Um þrjátíu prósent þurfa uppstokkunar við en afgangurinn er traustur, samkvæmt gæðamati breska fjármálafyrirtækisins Oliver Wyman á lánasöfnum bankanna.

Hagnaður Íslandspósts nam 79 milljónum króna í fyrra

Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2008 að fjárhæð 79 milljónir króna og var EBITDA um 522 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,6 milljörðum króna og höfðu aukist um 7% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,9 milljarðar króna í árslok 2008 og eigið fé nam 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 90 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu.

Hörmungar á mörkuðum í Bandaríkjunum

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag og er ástæðan talin vera ótti fjárfesta við að ríkið taki yfir stærri hluta í Citigroup en þegar hefur verið gert. Helstu hlutabréfavísitölurnar hafa ekki verið lægri í 12 ár.

SPRON stefnir að sameiningu við dótturfélög

Stjórn SPRON vill stefna að sameiningu dótturfélaga þess, Frjálsa Fjárfestingabankans og SPRON verðbréfa við móðurfélagið. Í tilkynningu frá SPRON segir að sameiningarnar séu liður í þeim skipulagsbreytingum sem

Situr uppi með rúmlega sex milljóna skuld vegna bílaláns

Fjögurra barna einstæð móðir situr uppi með rúmlega sex milljóna skuld eftir að hafa tekið bílalán. Bílinn hennar var tekinn upp í skuldina fyrir eina milljón. Umboðsmaður neytenda ætlar að ræða við forsvarsmenn bílafjármögnunarfyrirtækja.

Öll Norðurlöndin, nema Noregur, komin í kreppu

Öll Norðurlöndin, nema Noregur, eru nú komin í kreppu og það af dýpri gerðinni. Einna verst er ástandið í Svíþjóð, ef Ísland er undanskilið, en landsframleiðslan þar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefur ekki minnkað jafnmikið síðan skráning hennar hófst.

Fékk verstu seðlabankastöðu meðal vestrænna þjóða

Fyrirsögn norsku vefsíðunnar e24.no á umfjöllun um fyrsta blaðamannafund Sven Harald Öygard nýs seðlabankastjóra er „Fékk verstu seðlabankastöðu meðal vestrænna þjóða“. Er þar átt við að erfiðleikarnir sem Sven Harald kemur til með að glíma við virðast nær óyfirstíganlegir.

Ekkert lát á útþenslu McDonald´s í kreppunni

Ekkert lát er á útþenslu McDonald´s hamborgarakeðjunnar í kreppunni. Nú hefur McDonald´s greint frá því að þeir ætla að opna 40 nýja hamborgarastaði í Rússlandi á þessu ári.

Risavaxin fjárhagsaðstoð til ríkja Austur Evrópu

Alþjóðabankinn, evrópski fjárfestingabankinn og evrópski þróunarbankinn munu samtals veita 25 milljörðum evra, eða um 3.600 milljörðum kr. til að hjálpa fyrirtækjum og bönkum Austur-Evrópu að reisa sig við.

Facebook aftur undir árás frá tölvuþrjótum

Í annað sinn á einni viku hafa tölvuþrjótar látið til skarar skríða gegn Facebook notendum. Í þetta sinn er árásin þannig að notandi fær skilaboð um að „vinur“ hans hafi kært hann fyrir að brjóta gegn notendareglum vefsíðunnar.

Sven Harald skilur vandann betur en margir heimamenn

Ráðning Norðmannsins Sven Harald Qygard í stöðu seðlabankastjóra hefur vakið mikla athygli í Noregi. Meðal annars kemur fram á vefsíðunni e24.no að Sven Harald skilji betur vanda Íslendinga en margir heimamenn.

Atlantic Petroleum hrynur um 21 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um rétt tæpt 21 prósent við opnun Kauphallarinnar í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Straumi, sem féll um 5,92 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,65 prósent og Marel Food Systems um 0,59 prósent.

Fyrstu tekjur Atlantic Petroleum skila sér í hús

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði 89,7 milljónum danskra króna í fyrra, sem er 13,7 milljónum meira en í hitteðfyrra. Þetta jafngildir rúmum 1,7 milljarði íslenskra króna. Þetta er engu að síður fyrsta árið sem tekjur af olíuframleiðslu skila sér í kassa fyrirtækisins.

Veljum leiðinlegan bankastjóra

Seðlabankastjóri á að vera grár og gugginn, helst leiðinlegur og með áhuga á hagfræði. Á þessum nótum lýsti Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrirmyndarbankastjóra Seðlabankans, á fundi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í Háskólanum í gær.

Vöruskiptin í jafnvægi í janúar

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 33,6 milljarða króna og inn fyrir 33,2 milljarða. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 0,3 milljarða króna.

Svein Harald Öygard ráðinn seðlabankastjóri

Forsætisráðherra hefur í dag í samræmi við ákvæði II til bráðabirgða með lögum um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sett Svein Harald Öygard, tímabundið í embætti seðlabankastjóra og Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Þeir hafa þegar hafið störf.

Fleiri bogna en Baugur...

Willams-liðið í Formúlu eitt kappakstrinum finnur, eins og væntanlega fleiri keppnislið, rækilega fyrir fjármálakreppunni sem ríður yfir heiminn. Um daginn missti liðið samninginn við leikfangaverslunina Hamley‘s eitt dótturfélaga Baugs í Bretlandi og nú í gær var tilkynnt að ekki ómerkara fyrirtæki en Royal Bank of Scotland (RBS) myndi ekki endurnýja auglýsingasamning sinn við Williams.

Dohop nær samningum við Emirates

Íslenska tæknifyrirtækið Dohop hefur gert samning við Emirates-flugfélagið um rekstur á flugupplýsingakerfi fyrir vefsíðu Emirates. Kerfið gerir viðskiptavinum Emirates kleift að finna framhaldsflug á einfaldan og þægilegan hátt en Emirates hefur á sama tíma gengið til samstarfs við leiðandi lággjaldaflugfélög á helstu markaðssvæðum Emirates um tengiflug.

Asíubréf á uppleið

Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og reis Nikkei-vísitalan í Japan um 1,5 prósent. Fréttir af líklegu samkomulagi milli bandaríska bankarisans Citigroup og þarlendra stjórnvalda, um enn frekari neyðaraðstoð bankanum til handa, eru taldar líklegasta orsök hækkunarinnar en japanskir útflytjendur á borð við Toyota treysta mjög á Bandaríkjamarkað þar sem stór hluti framleiðslunnar er seldur.

Fimmtán milljarða afskrift vegna Kaupþingsforstjóra

Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu.

Mesti samdráttur kaupmáttar síðan 1989

Kaupmáttur dróst saman um 9,4% á árinu 2008. Hefur hann ekki áður dregist jafn mikið saman frá því að Hagstofan fór að birta vísitölu launa árið 1989. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabankans sem gefnir voru út í dag.

Kaupþing yfirtekur Mosaic Fashion

Kaupþing mun að öllum líkindum yfirtaka Mosaic Fashion á næstu dögum. Félagið, sem er í 49 prósenta eigu Baugs, hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og nam tap á síðasta ári 8,6 milljörðum króna. Félagið hefur verið í viðræðum við skilanefnd Kaupþings um

Sjá næstu 50 fréttir