Viðskipti innlent

Þátttakan í Shanghai Expo léttir efnahagsróðurinn

Kínverjar telja að þátttaka Íslands í World Expo sýningunni í Shanghai á næsta ári muni létta undir þjóðinni með að vinna sig út úr núverandi efnahagsörðugleikum.

Fjallað er um málið á vefsíðunni chinadaily.com. Þar segir að með undirskrift Íslands séu þátttakendur á sýningunni orðnir 231 talsins, þar af 185 þjóðir.

Vefsíða vitnar í Zhong Yanqun talsmann framkvæmdanefndar sýningarinnar sem segir að sýningin sé gott tækifæri fyrir Íslendinga til að hleypa lífi í efnahagsmál sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×