Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöft ekki afnumin að sinni

Samkvæmt nýjum reglum um gjaldeyrismál ber að endurskoða þær eigi síðar en 1. mars 2009. Seðlabank Íslands hefur metið hvort nauðsynleg skilyrði þess að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft séu til staðar og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.

Í tilkynningu um málið segir að næsta endurskoðun á reglum um gjaldeyrismál mun eiga sér stað eigi síðar en 1. september 2009. Seðlabanki Íslands metur reglubundið skilvirkni gjaldeyrishaftanna í samhengi við peningastefnuna og vinnur að áætlun um afnám þeirra í áföngum.

Eitt af meginviðfangsefnum viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú standa yfir er mat á því hvort forsendur þess að hægt sé gefa fjármagnsflutninga á milli Íslands og annarra landa frjálsa á ný séu fyrirhendi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×