Viðskipti innlent

Hröð stýrivaxtalækkun nauðsynleg

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

Afnám gjaldeyrishafta og hröð stýrivaxtalækkun er grunnforsenda fyrir endurreisn efnhagslífsins að mati Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Þeir Ólafur og Vilhjálmur voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Báðir töldu þeir mikilvægt að koma bönkunum aftur af stað og þá helst með aðkomu og eignarhlut erlendra kröfuhafa.

Ólafur Ísleifsson sagði málið kalla á pólitíska stefnumörkun.

„Þetta er mál sem kallar á aðgerðir, kallar á pólitíska stefnumörkun. Mjög mikilvægt er að menn átti sig á umfangi vandans hann ógnar okkar samfélagi. Stór hluti fyrirtækja eru eftir því sem Samtök Iðnaðarins telja eru tæknilega gjaldþrota vegna gengishrunsins."

Vilhjálmur Egilsson sagði stýrivexti vera sliga fyrirtækin í landinu og sagði að áframhaldandi háa vexti þýða vandræði hjá bönkunum. Hann sagði að vexti yrði hreinlega að lækka og undir það tók Ólafur.

Hann sagði þetta forsendurnar fyri þeim ákvörðunum sem geta bætt þessa stöðu. Hann asgði einnig nauðsynlegt að taka upp viðræður við eigendur krónubréfa þannig að áhrif þeirra myndu ekki fella krónuna. Hann sagðie innig nauðsynlegt að leggja meginlínur um framtíðarskipan gjaldeyrismála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×