Viðskipti innlent

Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri

Stígur Helgason skrifar
Ragnhildur Ágústsdóttir
Ragnhildur Ágústsdóttir

Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi.

Jóhann og lögmaður hans komu í höfuðstöðvarnar á fimmtudag ásamt Hermanni Jónassyni, sem var forstjóri Tals á undan Ragnhildi, viku Ragnhildi úr starfi og settu Hermann forstjóra í hennar stað. Á meðan Hermann kynnti ákvörðunina fyrir starfsmönnum segir Ragnhildur að hinir tveir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi til þess að hún myndi ekki trufla fundinn. Jóhann Óli hefur neitað ásökuninni.

Ragnhildur vill ekkert tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hún mjög slegin vegna þess sem gerðist og kærði málið til lögreglu síðdegis á fimmtudag. Lögregla mun hafa málið til skoðunar og lítur það alvarlegum augum, samkvæmt heimildum blaðsins, ekki síst í ljósi þess að Ragnhildur er barnshafandi.

Harðvítug átök hafa staðið á milli forsvarsmanna eigenda Tals, Teymis annars vegar og IP fjarskipta, í eigu Jóhanns Óla, hins vegar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.