Viðskipti innlent

Skuldabréf Exista sett á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Exista hf. hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 1. mars 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kauphöllinni. Fyrr í morgun tilkynnti Exista að félagið muni leita samkomulags við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×