Fleiri fréttir

Hústökumenn í jakkafötum

Samkvæmt fréttum hafa Hermann Jónasson og Jóhann Óli Guðmundsson ráðist í lögleysu inn í fjarskiptafyrirtækið Tal og borið þaðan út forstjóra félagsins.

Cosser hætti við

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser sem komst nýlega í fréttir þegar hann gerði kauptilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur afboðað komu sína í Markaðinn á Stöð 2 í kvöld.

Davíð og Eiríkur kvöddu starfsfólk Seðlabankans

Þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason bankastjórar Seðlabanka Íslands kvöddu starfsfólk bankans á sérstökum fundi í morgun. Var fundurinn haldinn í Sölvhól og mættu um 100 manns eða nær allir starfsmenn bankans.

Atvinnulausum hefur fjölgað um tæp 4.000 í febrúar

Atvinnulausum hefur fjölgað um 3.857 í febrúarmánuði en á vef Vinnumálastofnunar eru nú 16.264 skráðir án atvinnu sem er 30% fleiri en skráðir voru án atvinnu í lok janúar en þá voru 12.407 skráðir atvinnulausir.

Hermann aftur forstjóri Tals

Fjármálaráðuneytið úrskurðaði í gær að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra bæri að afmá tilkynningu um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúruhafa IP-fjarskipta ehf. (Tals) frá 12. janúar.

Dýrasta listasafn í einkaeigu selt

Uppboð á listaverkum sem voru í eigu tískuhönnuðarins Yves Saint Laurent sem lést á síðasta ári sló öll met. Aldrei hefur listasafn í einkaeigu verið selt fyrir viðlíka upphæð.

Gengi Straums rýkur upp um fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 5,3 prósent í Kauphöllinni í morgun og hífði nýju Úrvalsvísitöluna (OMXI6) upp fyrir 800 stigin á ný.

Skosk athafnakona kaupir Blooming Marvellous

Verslunarkeðjan Blooming Marvellous hefur verið seld til skosku athafnakonunnar Elaine McPherson. Keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura var í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone.

Reiknar með stýrivaxtalækkun í mars

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti í mars. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar.

Vísitala framleiðsluverðs lækkar um 7,3%

Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2009 var 169,7 stig og lækkaði um 7,3% frá desember 2008. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 220,0 stig, sem er lækkun um 5,4% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 172,2 stig, lækkaði um 17,0%.

RBS skilar mesta tapi í sögu Bretlandseyja

Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 40 milljörðum punda á síðasta ári fyrir skatta og er þetta mesta einstaka tap fyrirtækis á Bretlandseyjum í sögunni.

Royal Unibrew tapaði 10 milljörðum kr.

Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut.

Tækni- og símafyrirtæki lækka í Asíu

Asísk hlutabréf lækkuðu í verði í morgun og voru það bréf tækni- og símafyrirtækja sem mest lækkuðu. Einnig hríðféllu bréf japanska lyfjaframleiðandans Daiichi Sankyo eftir að bandaríska lyfjaeftirlitið samþykkti ekki innihaldslýsingar nokkurra lyfja sem fyrirtækið framleiðir og þriðji stærsti járnútflytjandi Ástralíu, Fortescue Metals, lækkaði um 9,5 prósent eftir að hluti bréfa þess var seldur með töluverðum afslætti.

Markaðir á Wall Street lækkuðu

Hlutabréfavísitölu á Wall Street féllu í dag og er ástæðan rakin til slæmra tíðinda af fasteignamarkaðnum. Dow Jones lækkaði um 1,09%, Standard & Poor´s lækkaði um 1,07% og Nasdaq lækkaði um 1,14%.

Bréf Eimskips féll um um tæp 45 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 44,44 prósent í einum viðskiptum upp á rúmar fjögur hundruð krónur í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í hálfri krónu á hlut.

Bankaráðsformaður Kaupþings hættir eftir tvo daga í starfi

Gunnar Örn Kristjánsson viðskiptafræðingur sem skipaður var í bankaráð Kaupþings í fyrradag, hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að láta af störfum. Gunnar Örn var kosinn formaður bankaráðs og tók við af Magnúsi Gunnarssyni sem hætti fyrir skömmu.

Mosaic Fashions tapaði 8,6 milljörðum kr. í fyrra

Tap Mosaic Fashions í Bretlandi eftir skatta nam 53,6 milljónum punda eða sem nemur tæplega 8,6 milljörðum kr. í fyrra. Til samanburðar má geta að tapið árið 207 nam 6,6 milljónum punda eða um 1,1 milljörðum kr..

Fékk 130 milljarða kr. inn á bankareikning sinn vegna mistaka

Það hlýtur að vera draumur allra í fjárhagskreppunni að fá óvænt tæpa 130 milljarða kr. setta inn á bankareikninginn sinn. Það gerðist hjá hinni sænsku Corneliu Johansson sem fékk þessa upphæð setta inn á reikning sinn hjá Nordea bankanum.

Vísar gagnrýni Davíðs á bug - engir óeðlilegir eignaflutningar

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, vísar ummælum Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í Kastljósi í gær á bug og segir enga óeðlilega eignaflutninga frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins hafa átt sér stað.

Dótturfyrirtæki Straums selur í Finnlandi

eQ, dótturfyrirtæki Straumsí Finnlandi, tilkynnti í síðustu viku um sölu á fyrirtækinu Xenetic Ltd til fyrirtækisins Elisa Oj Corporation (Elisa) í Finnlandi.

Fremur róleg byrjun í kauphöllinni

Fremur róleg byrjun var á markaðinum í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan rétti aðeins úr kútnum eftir að hafa náð sögulegu lámarki í gær. Vísitalan hefur hækkað um 0,4% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 276 stigum.

Marks & Spencer mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Ein stærsta verslunarkeðja Bretlands, Mars & Spencer mótmælir fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Ætlar Marks & Spencer að senda svipað bréf og verslunarkeðjan Waitrose til íslenskra stjórnvalda þar sem afstaða verslunarkeðjunnar verður útskýrð.

Vísitala neysluverðs mælir 10,9% verðbólgu s.l. 3 mánuði

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 21,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% sem jafngildir 10,9% verðbólgu á ári.

Glitnir skóp fyrsta tap hjá Eksportfinans í 47 ár

Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr..

Íslensk stjórnvöld hætt við málaferli gegn Bretum

Íslensk stjórnvöld eru hætt við málaferli gegn bresku stjórninni vegna frystingar á eignum íslensku bankanna í Bretlandi. Þetta kemur fram í viðtali Finnacial Times við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í dag.

Hækkun í Asíu

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir töluverða lækkun undanfarið en veiking japanska jensins hefur gert útflytjendum lífið auðveldara. Til dæmis hækkuðu bréf bílaframleiðandans Toyota um tæp fjögur prósent en meira en þriðjungur Toyota-bíla fer á markað í Bandaríkjunum. Fjárfestir í Sydney í Ástralíu segir hlutabréfaeigendur öruggari með sig nú en fyrr í vikunni. Þó sé ólíklegt að hækkunin sé til langframa.

Sex lönd sýna leit á Dreka­svæðinu áhuga

Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar.

Böns of monní

Þegar góðæri ríkti á Íslandi og peningar spruttu upp úr hverri hraunsprungu líkastir mosalyngi var hægt að græða þvílíkar fjárhæðir á hérlendum hlutabréfamörkuðum að setningin „böns of monní“, sem Megas notaði um þau peningaverðlaun sem hann landaði með verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum, náði ekki yfir nema smábrot af gróðanum.

Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki

Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex.

Vísbendingar um hagkerfið í rusli

„Ruslið er mælikvarði á gang efnahagslífsins,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Losun úrgangs hefur dregist samfellt saman frá því efnahagslífið fór á hliðina hér í október í fyrra.

Skertur réttur

Ætla má að stjórnendur og starfsfólk Straums sem virkjaði kaupréttarsaminga sína hafi á einni viku tapað 12,6 prósentum af kaupunum. Heildarverðmæti samningsins hafa að sama skapi rýrnað um 136 milljónir króna.

Í flórnum

Mannskepnan er gjörn á að skammstafa alla skapaða hluti, ekki síst erlendis. Skammstöfunin EFMA barst inn á borð Markaðarins í vikunni.

Eignamat gömlu bankanna næsta marklaust

Samanburður á verðmati gömlu bankanna er óraunhæfur. Skilanefnd Kaupþings, sem var stærsti banki landsins fyrir hrunið í fyrra, miðar eignastöðuna við nóvember í fyrra. Hinir bankarnir setja verðmiða á eignir sínar þrjú til sjö ár fram í tímann.

Bernanke stappaði stáli í fjárfesta

Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nú í kvöld að kreppan gæti tekið enda á þessu ári og að eftirlitsaðilar væru ekki á þeim skónum að þjóðnýta bankana.

Ný lög myndu gera fjármagnsflutningara erfiðari

Erfiðara verður að svíkja undan skatti með því að flytja fjármagn til skattaparadísa ef nýtt frumvarp sem nú er í smíðum nær fram að ganga. Gera má ráð fyrir að íslenska ríkið verði af að minnsta kosti þremur milljörðum króna árlega vegna skattsvika af þessu tagi.

Sjá næstu 50 fréttir