Fleiri fréttir

Sjötíu fyrirtæki gjaldþrota í janúar

Í janúar 2009 voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 41 fyrirtæki í janúar 2008, sem jafngildir tæplega 71% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Stórlækkun bréfa í Asíu

Ekki var glæsilegt um að lítast á Asíumörkuðum í morgun, þar féllu hlutabréf í verði líkt og í Bandaríkjunum og hefur Asíuvísitala Morgan Stanley ekki staðið lægra síðan haustið 2003. Til dæmis féllu bréf stærsta olíuframleiðanda Kína um tæp fimm prósent og í Ástralíu féll tryggingarisinn Suncorp-Metway um sex prósent.

Hlutabréf snarféllu á Wall Street

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 3,4 prósent í gær og hefur ekki verið lægri í tæplega 12 ár. NASDAQ-vísitalan féll einnig og nam lækkun hennar 3,7 prósentum.

Fengu verkefni þrátt fyir að uppfylla ekki skilyrði

Tiboði HBH, verktakafyrirtækis í meirihlutaeigu Róberts Wessman, stærsta styrktaraðila Háskólans í Reykjavík, í verk við nýbyggingu skólans hefur verið tekið. Fyrirtækið uppfyllir ekki útboðsskilmála þar sem það er í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld.

Bréf Century Aluminum féll um 26 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 26 prósent í fjórum viðskiptum upp á tæpar 40 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 4,24 prósent.

MP Banki: 860 milljónir í hagnað

MP Banki hf. skilaði 860 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2008, samanborið við 1.780 milljóna króna hagnað á árinu 2007. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að skýringa á minni hagnaði sé að leita í afskriftum í kjölfar falls stóru íslensku bankanna og gjaldþrots Lehman Brothers. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans.

Baugur: Misskilningur í Telegraph

Fjármálastjóri Baugs segir að blaðamaður Telegraph misskilji hlutina þegar hún segir í grein í dag að endurskoðendur félagsins í Bretlandi hafi haft áhyggjur af Baugi strax árið 2007. Vísir greindi frá fréttinni í morgun.

Eignast líklegast Citigroup

Bandaríska ríkið mun að öllum líkindum eignast þjóðnýtta bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup. Fyrirtækið fékk um 3000 milljarða íslenskra króna í neyðaraðstoð á síðasta ári sem dugði ekki til og stendur það nú á brauðfótum.

Laun hækka en kaupmáttur hefur lækkað um 9,5 prósent

Launavísitala í janúar 2009 er 355,7 stig og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að launavísitalan hafi hækkað um 7,5 prósent síðastliðnga tólf mánuði.

Bréf Straums hækka um 8,9 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkað um tæp 8,9 prósent í dag eftir lækkun í síðustu viku. Þá hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 0,43 prósent á annars rólegum degi í Kauphöllinni.

Baugur í vandræðum strax árið 2007

Endurskoðendur Baugs í Bretlandi höfðu verulegar áhyggjur af félaginu strax árið 2007 og sögðu í athugasemdum sínum við ársreikning fyrir það ár að óvissa væri uppi sem gæti vakið upp efasemdir um að Baugur gæti haldið áfram í rekstri. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Telegraph.

Frestar endurskoðun á vaxtaálagi erlendra húsnæðislána

Íslandsbanki hefur ákveðið að fresta endurskoðun á vaxtaálagi erlendra húsnæðislána um eitt ár, fram til 1. mars 2010. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að nú séu liðin fimm ár frá því að bankinn hóf að veita húsnæðislán í erlendri mynt. Í skilmálum vegna erlendra húsnæðislána er kveðið á um endurskoðun á vaxtaálagi lánanna eftir fimm ár, sem nú hefur verið frestað.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum hækkuðu í verði í kjölfar væntinga um að bandaríska ríkið auki við hlut sinn í bankarisanum Citigroup sem það keypti 20 milljarða dollara hlut í á síðasta ári til að verja bankann falli.

Nikita hannar föt fyrir tölvuleik

Föt frá íslenska fatahönnunarfyrirtækið Nikita verður í tölvuleiknum Stoked, sem XBOX 360 mun gefa út núna á þriðjudaginn. Leikurinn hefur verið markaðssettur um víða veröld.

Steve Cosser ræðir við Jón Ásgeir

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser var á fundi með Ara Edwald og Jóni Ásgeir Jóhannessyni í höfuðstöðum 365 í Skaftahlíð í dag. Með þeim var einnig forstjóri Stoða, Jón Sigurðsson.

Eignir BG Holding hugsanlega kyrrsettar

Bresk stjórnvöld gætu kyrrsett eignir BG holding, dótturfélag Baugs í Bretlandi, fái Landsbankinn eignarráð yfir þeim en bankinn er enn undir hryðjuverkalögum þar í landi. Komi þetta til mun eignum verða ráðstafað upp í skuldir bankans í Bretlandi segir formaður skilanefndar Landsbankans

Hópmálssókn gegn gömlu bönkunum

Lögmannastofa í Reykjavík undirbýr hópmálssókn á hendur gömlu bönkunum. Tugir einstaklinga hafa þegar lýst sig reiðubúna til að taka þátt í málssókn þar sem meðal annars verður sótt á grundvelli þess að eigendur bankanna hafi markvisst valdið viðskiptavinum sínum tjóni með því að fella krónuna.

Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin

Stjórnarformaður bankans Bradford & Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín um 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrestinn sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn; svo að hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast.

Marel tapaði 1,2 milljarði

Marel tapaði 1,2 milljarði á síðasta ári en félagið birti ársreikning sinn seint í gærkvöld. Það er nokkuð verri afkoma en árið 2007 þegar félagið skilaði 872 milljóna króna hagnaði.

Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana

Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að

Gullverð hækkar í kreppunni

Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn.

Bandaríska gengishrunið sprengir netbólumúrinn

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001.

Nasdaq hækkaði í dag

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%.

Straumur féll um 19,3 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um tæp 19,3 prósent á annars rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Á hæla fjárfestingabankans kom Eimskip, sem féll um tíu prósent. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 5,56 prósent, í Bakkavör um 3,55 prósent og Færeyjabanka um 2,89 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,16 prósent.

Tilboði Almenningshlutafélagsins hafnað

Tilboði Almenninshlutafélags í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins var hafnað samkæmt heimildum fréttastofu. Þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir tilboðsfrest sem rann út klukkan 14:00 í dag. Forsvarsmaður hópsins segir þetta koma sér mjög á óvart ef rétt reynist.

Eigendur Tals eins og foreldrar í forræðisdeilu

Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Guðlaugsson, sem sögðu sig úr stjórn Tals á dögunum vegna deilna í hlutahafahópi fyrirtækisins, segja deilurnar minna á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjist svo hatrammri baráttu að barnið gleymist.

Bjartsýnir á að tilboðinu verði vel tekið

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu skilaði undirbúningshópur Almenningshlutafélags um Morgunblaðið tilboði í Árvakur hf. til Íslandsbanka en tilboðsfrestur rann út klukkan 14:00 í dag í tilkynningu frá hópnum segir að það sé mat hópsins að tilboðið sé fyllilega sanngjarnt fyrir hluthafa félagsins, kröfuhafa, starfsmenn og ekki síst lesendur Morgunblaðsins og mbl.is. Hópurinn er afar bjartsýnn á að tilboðinu verði vel tekið.

Þrjú tilboð bárust í Morgunblaðið

Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.

Íslandsbanki enn á ný

Íslandsbanki er nýtt nafn Nýja Glitnis frá og með deginum í dag. Nafnabreytingin var formlega kynnt á fundi með fjölmiðlafólki í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand í dag. Tilkynnt hafði verið um fyrirhugaða nafnabreytingu í desember á síðasta ári.

Líklegt að 72 milljarðar falli á Ísland vegna Icesave

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Það er umtalsvert minni upphæð en reiknað hafði verið með.

Fall á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur fallið víða um heim það sem af er dags. Lélegar uppgjörstölur fyrirtækja, sem hafa verið að skila sér í hús síðustu daga, skýra fallið að mestu leyti, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Gjaldþrot aukast um átján prósent

Árið 2008 voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Það er 18 prósent aukning frá því sem var árið 2007 þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Japanir selja vélmenni í líki Mini Me

Japönsk leikfangasmiðja býður nú viðskiptavinum sínum vélmenni í líki dvergsins Mini Me til sölu. Hvert vélmenni er smíðað eftir óskum kaupandans.

Enn lækkun á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og voru það meðal annars bréf banka og flugfélaga sem urðu fyrir þeirri lækkun.

Mikið tap hjá Century Aluminium og Helguvík til skoðunnar

Álfélagið Century Aluminium tapaði tæplega 900 milljónum dollara á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 100 milljörðum kr.. Sökum þessa taps hafa allar nýjar framkvæmdir á vegum félagsins verið stöðvaðar að mestu. Og bygging álversins í Helguvík er til skoðunnar.

Vilja láta afturkalla ákvörðun um greiðslustöðvun BG Holding

Smærri kröfuhafar Baugs krefjast þess að skilanefnd Landsbankans afturkalli ákvörðun sína um að setja BG Holding í greiðslustöðvun.Greiðslustöðvunin hefur úrslitaárhif á að kröfuhafarnir fái rúmlega 50 milljarða króna kröfur sínar á Baug greiddar. Gangi þetta ekki eftir, yrðu afleiðingarnar afdrifaríkar fyrir íslenskt fjármálakerfi.

Sjá næstu 50 fréttir