Viðskipti innlent

Hörður fékk 95 milljónir í laun og bónusa á síðasta ári

Hörður Arnarson, forstjóri Marels
Hörður Arnarson, forstjóri Marels

Hörður Arnarson, forstjóri Marels, fékk 665 þúsund evrur eða um 95 milljónir króna í laun og bónusa á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur var í gær.

Það er gríðarleg hækkun frá árinu 2007 en þá var hann með 45 milljónir í laun. Hörður bætti það reyndar upp með 55 milljóna gróða á uppgjöri kaupréttarsamninga.

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, fékk 10,3 milljónir fyrir sitt starf á síðasta ári og hækkuðu laun hans um þriðjung frá árinu á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×