Viðskipti innlent

Verðmæti Bakkavarar eykst um 16 milljarða kr. á 7 dögum

Verðmæti Bakkavarar hefur aukist um 16 milljarða kr. á síðustu sjö dögum í kauphöllinni en fyrir opnunina í dag.

Hlutabréf í Bakkavör hafa hækkað um 20% á þessu tímabili eftir að þau tóku djúpa dýfu eins og raunar markaðurinn allur frá áramótum. Markaðsvirði Bakkavarar er tæplega 81 milljarður kr.

Auk Bakkavarar hefur SPRON hækkað um 10% á fyrrgreindu tímabili og Exista hefur hækkað um 6,7%. Exista er stærsti hluthafi Bakkavarar og SPRON á stærstan hluta´i Kistu, annars stærsta hluthafa Exista.

Markaðsvirði Exista er rúmlega 121 milljarður kr. þannig að verðmæti þess hefur aukist um rúmlega 7 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×