Viðskipti innlent

Góður hagnaður hjá Reykjanesbæ í fyrra

Reykjanesbær skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er töluvert umfram áætlanir sem gerðu ráð fyrir rúmlega 2 milljarða kr. hagnaði.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu tæpum 6,2 milljörðum kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B- hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á tæplega 5,7 milljarða kr.

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu rúmlega 2,5 milljörðum kr. og starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 575 stöðugildum í árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×