Viðskipti innlent

FL Group hækkaði mest í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group

FL Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinn í dag eða um 1,38%. Icelandair Group hf. hækkaði um 0,48% og Marel um 0,42%. Exista lækkaði mest allra félaga um 3,11%.

Alls lækkuðu tólf félög og Spron lækkaði næst mest um 2,71%. Bakkavör lækkaði um 2,37% og Atlantic Petroleum um 1,75%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,79% og stendur nú í rúmum 4.902 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×