Afþreying á vinnustað 21. maí 2008 00:01 Fjör hjá CCP Starfsmenn koma saman í vinnutíma og skemmta sér í leikherberginu. fréttablaðið/GVA Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu. Héðan og þaðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu.
Héðan og þaðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira