Viðskipti erlent

Bollywood fjárfestir grimmt í Hollywood

Fyrirtækið Reliance Big Entertainment hefur gert samninga við átta kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Reliance er risi í indverskri kvikmyndagrð, oft kölluð Bollywood, en það er í eigu Anil Ambani sjötta ríkasta manns heims.

Reliance ætlar að fjárfesta einn milljarð dollara, eða 73 milljarða kr., í Hollywoodkvikmyndum á næstu árum. Þeir framleiðendur sem samið var við í Hollywood er með margar af þekktustu stjörnum heims á sínum snærum og má þar nefna George Clooney, Brad Pitt og Nicolas Cage.

Eftir því sem efnahagur Indverja hefur braggast á síðustu árum hafa Hollywood-myndir notið vaxandi vinsælda í landinu á kostnað Bollywood-mynda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×