Viðskipti erlent

Olíuverð komið yfir 140 dollara í framvirkum samningum

Verð á olíu í framvirkum samningum er nú komið yfir 140 dollara á tunnuna en dagsverðið, eins og við tölum oftast um, fór í 129 dollara og 60 sent á mörkuðunum í gærkvöldi.

Fjárfestar hafa í miklum mæli keypt sér framvirka samninga á olíu á síðustu vikum eða allt fram til ársins 2016. Raunar segja kunnugir að fjöldi slíkra saminga hafi aldrei verið meiri í söguni.

Er augljóst samkvæmt þessu að menn gera ráð fyrir að olíuverðið muni einungis liggja upp á við á næstu árum enda sýna rannsóknir að á næsta áratug muni olíuframleiðslan ekki geta annað eftirspurninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×