Fleiri fréttir Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. 4.5.2007 13:00 Rætt um yfirtöku á Mosaic Fashions Baugur, stærsti hluthafinn í Mosaic Fashions, hefur staðfest að það eigi í viðræðum um yfirtöku á félaginu. Gangi yfirtakan eftir mun það stofna félagið Newco ásamt öðrum fjárfestum. Viðræður eru á byrjunarstigi en rætt er um tilboð upp á 17,5 krónur á hlut sem er um sjö prósentum yfir núverandi verði. 4.5.2007 11:43 Viðskipti stöðvuð með bréf í Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með bréf í bresku tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands í morgun en frétt mun vera væntanleg af félaginu. Breska dagblaðið Times greindi frá því í dag að Baugur hyggðist taka verslanakeðjuna af markaði. 4.5.2007 10:00 Yfirtökutilboð gert í Reuters Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. 4.5.2007 09:40 Hráolíuverð óbreytt Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins. 4.5.2007 09:05 Exista hagnaðist um 57 milljarða Fjármálafyrirtækið Exista hagnaðist um röska 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi en það er meiri hagnaður en samanlagður hagnaður allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss á sama tímabili, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Hagnaður bankanna, nema Kaupþings, var heldur minni í ár en í fyrra en bent er á að óvenju mikill gengishagnaður var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. 4.5.2007 08:00 Tap á rekstri Össurar Össur skilaði 2,7 milljóna bandaríkjadala tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 184 milljónum króna. Afkoman var töluvert undir spám greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir um 300 þúsund dala hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 571 þúsund dala. 4.5.2007 06:00 Veltumet slegin hjá OMX Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði. 4.5.2007 06:00 Nýr banki hefur störf Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur í dag störf í kjölfar þess að bankinn fékk í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital lofar gott samstarf við Fjármálaeftirlitið og segir kraftaverki líkast hversu hratt hafi gengið að ganga frá leyfinu. Í dag eru sléttir sjö mánuðir frá tilkynningu um stofnun bankans og um fimm mánuðir frá því lögð var inn umsókn um fjárfestingarbankaleyfi. 4.5.2007 06:00 Raunveruleg stórðiðja Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006. 4.5.2007 05:45 Innlánsvöxtur gjörbyltir fjármögnun Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á ársgrundvelli. 4.5.2007 05:30 Fást við mestu verðbólgu heims Vísitala neysluverðs jókst um 500 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Simbabve í mars og jafngildir það að verðbólga mælist 2.200 prósent. Þetta er sögulegt heimsmet enda hafa hvergi í veröldinni sést jafn háar verðbólgutölur. 4.5.2007 05:15 Actavis kaupir ekki Merck Actavis hefur dregið sig út úr slagnum um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck og verður því ekki í bráð þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja. „Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur,“ segir Róbert Wessman forstjóri Actavis. 4.5.2007 05:00 Bakkavör kaupir franskan salatframleiðanda Bakkavör Group hefur keypt franska salatframleiðandann 4G sem sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum, tilbúnum salötum fyrir franskan markað. Í fréttatilkynningu frá Bakkavör er haft eftir forstjóra félagsins, Ágústi Guðmundssyni, að félagið falli vel að fyrirtækjum sem fyrir eru í eigu samstæðunnar. 4.5.2007 05:00 Murdoch býður í Wall Street Journal Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. 4.5.2007 04:45 Platínumverð úr methæðum Gengi á platínumi lækkaði í framvirkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til aukins útflutnings á málminum í Rússlandi. Gengið hefur staðið í sögulegu hámarki vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var óttast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum. 4.5.2007 04:30 Gott hljóð í bílarisanum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum greinenda á Wall Street. 4.5.2007 04:00 Ofhitnun í Indlandi Indverska hagkerfið sýnir klassísk merki um ofhitnun í efnahagslífinu. Hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólga aukist jafnt og þétt. Grípa þarf til aðgerða til að verðbólga fari ekki úr böndunum. Þetta segir í skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um indversk efnahagsmál sem kom út undir lok síðustu viku. 4.5.2007 03:30 Minni bílasala vestra Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. 4.5.2007 03:00 Högnuðust yfir 47 milljarða Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokkuð lægri heildartala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var hagnaður bankanna fjögurra alls um 60,5 milljarðar króna. 4.5.2007 00:15 Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum? Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. 3.5.2007 15:27 Högnuðust samanlagt um 47 milljarða Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. 3.5.2007 15:23 Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. 3.5.2007 15:19 Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun. 3.5.2007 15:15 General Motors hagnast um fjóra milljarða Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. 3.5.2007 14:03 Actavis kaupir ekki samheitalyfjasvið Merck Actavis er hætt við að reyna að kaupa samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis hafi gert ítarlega áreiðanleikakönnun á Merck og skilgreint fjölmörg áhugaverð samlegðartækifæri með félögunum. 3.5.2007 10:11 Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist. 3.5.2007 10:00 Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar. 3.5.2007 09:00 Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans. 3.5.2007 07:57 BTC í Búlgaríu selt á 160 milljarða króna Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um 60 milljarða króna við söluna á BTC til bandarísks fjármálafyrirtækis. Hlutur annarra íslenskra fjárfesta er nálægt 6 milljörðum. Ávöxtun fjárfestanna er nálægt því fimmföld. 3.5.2007 06:45 Álag eykst á Glitnisbréf Fimm punkta hækkun á skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf Glitnis í kjölfar forstjóraskipta gekk til baka að hluta í gær. Í lok dags stóð hækkunin eftir breytingar í tveimur punktum. 3.5.2007 06:00 Bjarni hagnaðist um 564 milljónir Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn. 3.5.2007 05:45 Gerðu með sér samstarf án heimildar frá FME Með ákvörðun FME um takmörkun atkvæðisréttar FL Group og tengdra aðila í Glitni er verið að skora á þá að sækja um heimild fyrir auknum virkum eignarhlut. Um 45% hlutafjár eru í höndum FL og tengdra aðila. 3.5.2007 05:30 VBS og FSP renna saman Hluthafar í VBS fjárfestingarbanka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrjun vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin sameinast undir merkjum VBS og verður eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er metinn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans. 3.5.2007 05:15 21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. 2.5.2007 16:20 Norrænir markaðir í sögulegu hámarki Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri. 2.5.2007 16:18 TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu. 2.5.2007 15:43 Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna. 2.5.2007 15:21 Metvelta í OMX-kauphöllinni Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar. 2.5.2007 13:48 Samdráttur hjá bandarískum bílasölum Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins. 2.5.2007 12:00 Samruni VBS og FSP samþykktur Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna. 2.5.2007 10:35 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent. 2.5.2007 10:15 Barnamyndir skiluðu vel í kassann Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum. 2.5.2007 09:45 Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna. 2.5.2007 09:29 Tap Össurar 184 milljónir króna Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna. 2.5.2007 09:06 Sjá næstu 50 fréttir
Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. 4.5.2007 13:00
Rætt um yfirtöku á Mosaic Fashions Baugur, stærsti hluthafinn í Mosaic Fashions, hefur staðfest að það eigi í viðræðum um yfirtöku á félaginu. Gangi yfirtakan eftir mun það stofna félagið Newco ásamt öðrum fjárfestum. Viðræður eru á byrjunarstigi en rætt er um tilboð upp á 17,5 krónur á hlut sem er um sjö prósentum yfir núverandi verði. 4.5.2007 11:43
Viðskipti stöðvuð með bréf í Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með bréf í bresku tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands í morgun en frétt mun vera væntanleg af félaginu. Breska dagblaðið Times greindi frá því í dag að Baugur hyggðist taka verslanakeðjuna af markaði. 4.5.2007 10:00
Yfirtökutilboð gert í Reuters Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. 4.5.2007 09:40
Hráolíuverð óbreytt Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins. 4.5.2007 09:05
Exista hagnaðist um 57 milljarða Fjármálafyrirtækið Exista hagnaðist um röska 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi en það er meiri hagnaður en samanlagður hagnaður allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss á sama tímabili, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Hagnaður bankanna, nema Kaupþings, var heldur minni í ár en í fyrra en bent er á að óvenju mikill gengishagnaður var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. 4.5.2007 08:00
Tap á rekstri Össurar Össur skilaði 2,7 milljóna bandaríkjadala tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 184 milljónum króna. Afkoman var töluvert undir spám greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir um 300 þúsund dala hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 571 þúsund dala. 4.5.2007 06:00
Veltumet slegin hjá OMX Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði. 4.5.2007 06:00
Nýr banki hefur störf Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur í dag störf í kjölfar þess að bankinn fékk í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital lofar gott samstarf við Fjármálaeftirlitið og segir kraftaverki líkast hversu hratt hafi gengið að ganga frá leyfinu. Í dag eru sléttir sjö mánuðir frá tilkynningu um stofnun bankans og um fimm mánuðir frá því lögð var inn umsókn um fjárfestingarbankaleyfi. 4.5.2007 06:00
Raunveruleg stórðiðja Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006. 4.5.2007 05:45
Innlánsvöxtur gjörbyltir fjármögnun Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á ársgrundvelli. 4.5.2007 05:30
Fást við mestu verðbólgu heims Vísitala neysluverðs jókst um 500 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Simbabve í mars og jafngildir það að verðbólga mælist 2.200 prósent. Þetta er sögulegt heimsmet enda hafa hvergi í veröldinni sést jafn háar verðbólgutölur. 4.5.2007 05:15
Actavis kaupir ekki Merck Actavis hefur dregið sig út úr slagnum um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck og verður því ekki í bráð þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja. „Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur,“ segir Róbert Wessman forstjóri Actavis. 4.5.2007 05:00
Bakkavör kaupir franskan salatframleiðanda Bakkavör Group hefur keypt franska salatframleiðandann 4G sem sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum, tilbúnum salötum fyrir franskan markað. Í fréttatilkynningu frá Bakkavör er haft eftir forstjóra félagsins, Ágústi Guðmundssyni, að félagið falli vel að fyrirtækjum sem fyrir eru í eigu samstæðunnar. 4.5.2007 05:00
Murdoch býður í Wall Street Journal Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. 4.5.2007 04:45
Platínumverð úr methæðum Gengi á platínumi lækkaði í framvirkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til aukins útflutnings á málminum í Rússlandi. Gengið hefur staðið í sögulegu hámarki vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var óttast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum. 4.5.2007 04:30
Gott hljóð í bílarisanum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum greinenda á Wall Street. 4.5.2007 04:00
Ofhitnun í Indlandi Indverska hagkerfið sýnir klassísk merki um ofhitnun í efnahagslífinu. Hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólga aukist jafnt og þétt. Grípa þarf til aðgerða til að verðbólga fari ekki úr böndunum. Þetta segir í skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um indversk efnahagsmál sem kom út undir lok síðustu viku. 4.5.2007 03:30
Minni bílasala vestra Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. 4.5.2007 03:00
Högnuðust yfir 47 milljarða Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokkuð lægri heildartala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var hagnaður bankanna fjögurra alls um 60,5 milljarðar króna. 4.5.2007 00:15
Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum? Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. 3.5.2007 15:27
Högnuðust samanlagt um 47 milljarða Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. 3.5.2007 15:23
Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. 3.5.2007 15:19
Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun. 3.5.2007 15:15
General Motors hagnast um fjóra milljarða Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. 3.5.2007 14:03
Actavis kaupir ekki samheitalyfjasvið Merck Actavis er hætt við að reyna að kaupa samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis hafi gert ítarlega áreiðanleikakönnun á Merck og skilgreint fjölmörg áhugaverð samlegðartækifæri með félögunum. 3.5.2007 10:11
Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist. 3.5.2007 10:00
Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar. 3.5.2007 09:00
Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans. 3.5.2007 07:57
BTC í Búlgaríu selt á 160 milljarða króna Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um 60 milljarða króna við söluna á BTC til bandarísks fjármálafyrirtækis. Hlutur annarra íslenskra fjárfesta er nálægt 6 milljörðum. Ávöxtun fjárfestanna er nálægt því fimmföld. 3.5.2007 06:45
Álag eykst á Glitnisbréf Fimm punkta hækkun á skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf Glitnis í kjölfar forstjóraskipta gekk til baka að hluta í gær. Í lok dags stóð hækkunin eftir breytingar í tveimur punktum. 3.5.2007 06:00
Bjarni hagnaðist um 564 milljónir Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn. 3.5.2007 05:45
Gerðu með sér samstarf án heimildar frá FME Með ákvörðun FME um takmörkun atkvæðisréttar FL Group og tengdra aðila í Glitni er verið að skora á þá að sækja um heimild fyrir auknum virkum eignarhlut. Um 45% hlutafjár eru í höndum FL og tengdra aðila. 3.5.2007 05:30
VBS og FSP renna saman Hluthafar í VBS fjárfestingarbanka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrjun vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin sameinast undir merkjum VBS og verður eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er metinn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans. 3.5.2007 05:15
21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. 2.5.2007 16:20
Norrænir markaðir í sögulegu hámarki Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri. 2.5.2007 16:18
TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu. 2.5.2007 15:43
Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna. 2.5.2007 15:21
Metvelta í OMX-kauphöllinni Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar. 2.5.2007 13:48
Samdráttur hjá bandarískum bílasölum Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins. 2.5.2007 12:00
Samruni VBS og FSP samþykktur Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna. 2.5.2007 10:35
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent. 2.5.2007 10:15
Barnamyndir skiluðu vel í kassann Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum. 2.5.2007 09:45
Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna. 2.5.2007 09:29
Tap Össurar 184 milljónir króna Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna. 2.5.2007 09:06
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent