Viðskipti erlent

Platínumverð úr methæðum

Gengi á platínumi hefur staðið í sögulegum hæðum á árinu og það hefur skilað sér í háu verði skartgripa.
Gengi á platínumi hefur staðið í sögulegum hæðum á árinu og það hefur skilað sér í háu verði skartgripa.

Gengi á platínumi lækkaði í framvirkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til aukins útflutnings á málminum í Rússlandi. Gengið hefur staðið í sögulegu hámarki vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var óttast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum.

Rússar eru í öðru sæti yfir umfangsmestu platínumframleiðendur í heimi á eftir fyrirtækjum í Suður-Afríku. Heimildir fyrirtækjanna til útflutnings runnu út í byrjun árs og hefur það skilað sér í stöðugum verðhækkunum á málmum til skartgripagerðar og framleiðslu á útblástursstýringu fólksbíla.

Gengið hefur hækkað um 14 prósent það sem af er árs og og stóð lengi vel í námunda við 1.395 dali á únsu.

Það lækkaði í kjölfar leyfisveitingarinnar á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og stendur nú í um 1.293 dölum á únsu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi verð-lækkunum á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×