Fleiri fréttir OpenHand með herferð í Bretlandi Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. 2.5.2007 00:01 Hörð barátta á netinu Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. 2.5.2007 00:01 Karatekempa í sigurliðið Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi. 2.5.2007 00:01 Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf. Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf. Páll hefur gegnt mörgum störfum hjá Símanum. Hann var framkvæmdastjóri Fjarskiptanets Símans frá árinu 2005 til dagsins í dag. 2.5.2007 00:01 Bjarni til liðs við Kalla? Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall. 2.5.2007 00:01 Brautryðjandi hverfur á braut Brotthvarf Bjarna Ármannssonar kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en verður að teljast áfall fyrir Glitni. Nýir stjórnendur boða engar breytingar á starfsemi bankans þótt ætla megi að róðurinn verði hertur í Bretlandi. FME hefur takmarkað atkvæðisrétt stærstu eiganda í Glitni. 2.5.2007 00:01 Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2.5.2007 00:01 Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi. 1.5.2007 17:16 Jarðboranir festa kaup á nýjum borum fyrir sex milljarða Jarðboranir hf. undirrituðu í dag samning við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical um kaup á stórborum sem sérstaklega eru hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Heildarvirði samningsins er um 6 milljarðar króna en kaupin eru liður í útrás fyrirtækisins á erlendan markað. 1.5.2007 16:40 Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast. 1.5.2007 16:12 Hagnaður Danske bank eykst Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku. 1.5.2007 10:15 Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. 1.5.2007 10:00 Actavis sagt meðal bjóðenda Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst. 1.5.2007 09:26 Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru. 1.5.2007 09:15 Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra. 30.4.2007 21:33 Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“. 30.4.2007 19:17 Hillary Clinton á MySpace Hillary Clinton er komin á MySpace. Þetta vinsæla netsamfélag stefnir á sýndarkosningar snemma á næsta ári og vonast til að niðurstöður gefi til kynna hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Aðeins meðlimir búsettir í Bandaríkjunum fá að taka þátt í sýndarkosningunum sem fara fram á netinu snemma á næsta ári. 30.4.2007 18:00 Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. 30.4.2007 16:36 Forrit sem drepur farsímann þinn Með „Killpill“ getur þú eytt myndum og SMS skilaboðum ef símanum þínum er stolið. Ef símanum þínum er stolið vilt þú ekki að þjófurinn skoði myndirnar sem þú og kærastan tókuð á „góðri stundu“, eða SMS-skilaboðin þar sem þú ert minntur á tímann á Húð og hitt. 30.4.2007 16:00 Tíðindalaust á hluthafafundi Glitnis Tíðindalaust var á þéttsetnum hluthafafundi Glitnis sem lauk um klukkan hálf þrjú dag. Ný stjórn bankans tók við af fráfarandi stjórn og situr hún nú á sínum fyrsta fundi. 30.4.2007 15:38 Stærsta þráðlausa net Evrópu Fjármálahverfi London er orðið að stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 350.000 Lundúnabúar sækja vinnu í „The Square Mile“ fjármálahverfinu í Lundúnum dag hvern. Þeir geta nú verið í netsambandi hvar sem er innan hverfisins því í vikunni vígðu yfirvöld og Cloud information stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 30.4.2007 14:35 Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér. 30.4.2007 11:54 Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu. 30.4.2007 10:51 Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir val á nýjum forseta landsins. Líran, gjaldmiðill Tyrklands, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. 30.4.2007 09:33 Mjög dregur úr vöruskiptahallanum Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. 30.4.2007 09:00 Google gert að færa smáþorp Chile Ríkisstjórn Chile hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Google að þeir geri lagfæringar á landafræðileitarvél sinni, Google Earth, vegna þess að chileskur bær er í Argentínu í kerfinu. 30.4.2007 03:00 Sala Novators á hlut sínum í BTC á lokastigi Viðræður Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um sölu á 65 prósent hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC eru nú á lokastigi. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, upplýsingafulltrúa Novators, á félagið í viðræðum við tvo mögulega kaupendur en ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir fréttir þessa efnis að búið sé að ganga frá sölusamningi rangar og ennfremur sé það rangt að Novator sé að draga sig út úr fjarskiptarekstri í austur Evrópu. 29.4.2007 12:31 Dow Jones í toppi - hagvöxtur undir væntingum Dow Jones vísitalan sló enn eitt metið í gær og hefur ekki verið hærri frá því fyrir árið 2001 þegar samdráttur varð í bandarísku efnahagslífi. Hagvaxtartölur sem kynntar voru í Bandaríkjunum í gær voru hins vegar töluvert lægri en gert var ráð fyrir, eða 1,3 prósent í stað tveggja. Þetta er þó nokkur lækkun frá fyrra ársfjórðungi þegar var hagvöxtur 2,5 prósent. 28.4.2007 17:45 Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. 28.4.2007 12:45 Zunepartý skemmir fyrir Xbox 360 Microsoft hefur gefið út árshlutauppgjör fyrir þriðja hluta viðskiptaársins. Afþreyingar og tækjadeild fyrirtækisins hefur ekki gengið nógu vel þrátt fyrir að búið sé að afgreiða yfir 11 miljón eintök af Xbox 360. 28.4.2007 11:00 Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði Hlutur FL Group í Commerzbank er metinn á yfir 63 milljarða. FL hagnaðist um 15 milljarða á 1. ársfjórðungi. 28.4.2007 06:30 Kaupþing á þrjá kosti í Stórabrandi Kaupþing er komið upp með 18,5 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Markaðsvirði hlutarins er fimmtíu milljarðar króna. 28.4.2007 06:15 Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet. 28.4.2007 06:00 Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 27.4.2007 17:30 Hagvöxtur í Bandaíkjunum langt undir spám Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru. 27.4.2007 13:12 Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. 27.4.2007 12:29 Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. 27.4.2007 10:12 2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve jókst um 500 prósent á milli mánaða og mældist 2.200 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur aldrei nokkru sinni í sögu nokkurs lands mælst hærri. Ríkisstjórn landsins vann að því í lengstu lög að fresta birtingu verðbólgutalna mánaðarins á meðan landsmenn fögnuðu 27 ára sjálfstæðisafmæli. 27.4.2007 10:01 FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. 27.4.2007 09:45 Royal Bank of Scotland býður í ABN Amro Þrír stórir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa staðfest að þeir ætli að gera yfirtökutilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Bankarnir segja tilboð sitt mun betra en breski bankinn Barclays hefur lagt fram. Þrýsta þeir á stjórn ABN Amro að hún fjalli fljótlega um málið. 27.4.2007 09:45 Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. 27.4.2007 09:13 Kjaraskertir forstjórar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði. 27.4.2007 08:58 Samkeppni um athygli Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík. 27.4.2007 07:45 Lundúnir kalla Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON. 27.4.2007 00:52 Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. 26.4.2007 22:34 Sjá næstu 50 fréttir
OpenHand með herferð í Bretlandi Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. 2.5.2007 00:01
Hörð barátta á netinu Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. 2.5.2007 00:01
Karatekempa í sigurliðið Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi. 2.5.2007 00:01
Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf. Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf. Páll hefur gegnt mörgum störfum hjá Símanum. Hann var framkvæmdastjóri Fjarskiptanets Símans frá árinu 2005 til dagsins í dag. 2.5.2007 00:01
Bjarni til liðs við Kalla? Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall. 2.5.2007 00:01
Brautryðjandi hverfur á braut Brotthvarf Bjarna Ármannssonar kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en verður að teljast áfall fyrir Glitni. Nýir stjórnendur boða engar breytingar á starfsemi bankans þótt ætla megi að róðurinn verði hertur í Bretlandi. FME hefur takmarkað atkvæðisrétt stærstu eiganda í Glitni. 2.5.2007 00:01
Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2.5.2007 00:01
Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi. 1.5.2007 17:16
Jarðboranir festa kaup á nýjum borum fyrir sex milljarða Jarðboranir hf. undirrituðu í dag samning við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical um kaup á stórborum sem sérstaklega eru hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Heildarvirði samningsins er um 6 milljarðar króna en kaupin eru liður í útrás fyrirtækisins á erlendan markað. 1.5.2007 16:40
Markaðir í Tyrklandi hríðfalla í kjölfar mótmæla Vísitala tyrknesku kauphallarinnar hélt áfram að falla í dag eftir að ljóst varð að dómstólar þar í landi ætluðu ekki að staðfesta umdeilda forsetakosningu. Tyrkneska líran hélt einnig áfram að veikjast. 1.5.2007 16:12
Hagnaður Danske bank eykst Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku. 1.5.2007 10:15
Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. 1.5.2007 10:00
Actavis sagt meðal bjóðenda Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst. 1.5.2007 09:26
Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru. 1.5.2007 09:15
Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra. 30.4.2007 21:33
Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“. 30.4.2007 19:17
Hillary Clinton á MySpace Hillary Clinton er komin á MySpace. Þetta vinsæla netsamfélag stefnir á sýndarkosningar snemma á næsta ári og vonast til að niðurstöður gefi til kynna hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Aðeins meðlimir búsettir í Bandaríkjunum fá að taka þátt í sýndarkosningunum sem fara fram á netinu snemma á næsta ári. 30.4.2007 18:00
Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. 30.4.2007 16:36
Forrit sem drepur farsímann þinn Með „Killpill“ getur þú eytt myndum og SMS skilaboðum ef símanum þínum er stolið. Ef símanum þínum er stolið vilt þú ekki að þjófurinn skoði myndirnar sem þú og kærastan tókuð á „góðri stundu“, eða SMS-skilaboðin þar sem þú ert minntur á tímann á Húð og hitt. 30.4.2007 16:00
Tíðindalaust á hluthafafundi Glitnis Tíðindalaust var á þéttsetnum hluthafafundi Glitnis sem lauk um klukkan hálf þrjú dag. Ný stjórn bankans tók við af fráfarandi stjórn og situr hún nú á sínum fyrsta fundi. 30.4.2007 15:38
Stærsta þráðlausa net Evrópu Fjármálahverfi London er orðið að stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 350.000 Lundúnabúar sækja vinnu í „The Square Mile“ fjármálahverfinu í Lundúnum dag hvern. Þeir geta nú verið í netsambandi hvar sem er innan hverfisins því í vikunni vígðu yfirvöld og Cloud information stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 30.4.2007 14:35
Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér. 30.4.2007 11:54
Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu. 30.4.2007 10:51
Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir val á nýjum forseta landsins. Líran, gjaldmiðill Tyrklands, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. 30.4.2007 09:33
Mjög dregur úr vöruskiptahallanum Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. 30.4.2007 09:00
Google gert að færa smáþorp Chile Ríkisstjórn Chile hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Google að þeir geri lagfæringar á landafræðileitarvél sinni, Google Earth, vegna þess að chileskur bær er í Argentínu í kerfinu. 30.4.2007 03:00
Sala Novators á hlut sínum í BTC á lokastigi Viðræður Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um sölu á 65 prósent hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC eru nú á lokastigi. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, upplýsingafulltrúa Novators, á félagið í viðræðum við tvo mögulega kaupendur en ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir fréttir þessa efnis að búið sé að ganga frá sölusamningi rangar og ennfremur sé það rangt að Novator sé að draga sig út úr fjarskiptarekstri í austur Evrópu. 29.4.2007 12:31
Dow Jones í toppi - hagvöxtur undir væntingum Dow Jones vísitalan sló enn eitt metið í gær og hefur ekki verið hærri frá því fyrir árið 2001 þegar samdráttur varð í bandarísku efnahagslífi. Hagvaxtartölur sem kynntar voru í Bandaríkjunum í gær voru hins vegar töluvert lægri en gert var ráð fyrir, eða 1,3 prósent í stað tveggja. Þetta er þó nokkur lækkun frá fyrra ársfjórðungi þegar var hagvöxtur 2,5 prósent. 28.4.2007 17:45
Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. 28.4.2007 12:45
Zunepartý skemmir fyrir Xbox 360 Microsoft hefur gefið út árshlutauppgjör fyrir þriðja hluta viðskiptaársins. Afþreyingar og tækjadeild fyrirtækisins hefur ekki gengið nógu vel þrátt fyrir að búið sé að afgreiða yfir 11 miljón eintök af Xbox 360. 28.4.2007 11:00
Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði Hlutur FL Group í Commerzbank er metinn á yfir 63 milljarða. FL hagnaðist um 15 milljarða á 1. ársfjórðungi. 28.4.2007 06:30
Kaupþing á þrjá kosti í Stórabrandi Kaupþing er komið upp með 18,5 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Markaðsvirði hlutarins er fimmtíu milljarðar króna. 28.4.2007 06:15
Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet. 28.4.2007 06:00
Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 27.4.2007 17:30
Hagvöxtur í Bandaíkjunum langt undir spám Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru. 27.4.2007 13:12
Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. 27.4.2007 12:29
Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. 27.4.2007 10:12
2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve jókst um 500 prósent á milli mánaða og mældist 2.200 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur aldrei nokkru sinni í sögu nokkurs lands mælst hærri. Ríkisstjórn landsins vann að því í lengstu lög að fresta birtingu verðbólgutalna mánaðarins á meðan landsmenn fögnuðu 27 ára sjálfstæðisafmæli. 27.4.2007 10:01
FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. 27.4.2007 09:45
Royal Bank of Scotland býður í ABN Amro Þrír stórir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa staðfest að þeir ætli að gera yfirtökutilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Bankarnir segja tilboð sitt mun betra en breski bankinn Barclays hefur lagt fram. Þrýsta þeir á stjórn ABN Amro að hún fjalli fljótlega um málið. 27.4.2007 09:45
Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. 27.4.2007 09:13
Kjaraskertir forstjórar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði. 27.4.2007 08:58
Samkeppni um athygli Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík. 27.4.2007 07:45
Lundúnir kalla Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON. 27.4.2007 00:52
Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. 26.4.2007 22:34
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent