Actavis kaupir ekki Merck 4. maí 2007 05:00 Róbert Wessman forstjóri og Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis. MYND/Valli Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“ Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“
Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira