Viðskipti innlent

Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?

Nýfætt barn sem var 6 kíló þegar það fæddist. Þrátt fyrir það segja læknar að það sé við góða heilsu.
Nýfætt barn sem var 6 kíló þegar það fæddist. Þrátt fyrir það segja læknar að það sé við góða heilsu. Mynd/AFP

Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir.

Hin fitugerðin er svokölluð brún fita en hana er aðallega að finna í spendýrum sem leggjast í dvala. Nýburar eru þó einnig með brúna fitu sem nemur um 5% af líkamsþyngd þeirra og er hún fyrst og fremst staðsett við axlir, á milli herðarblaðanna og á efri hluta hryggjarins. Brún fita er varmamyndandi eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

Lestu allt svarið á Vísindavef Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×