Viðskipti innlent

Actavis kaupir ekki samheitalyfjasvið Merck

Actavis er hætt við að reyna að kaupa samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis hafi gert ítarlega áreiðanleikakönnun á Merck og skilgreint fjölmörg áhugaverð samlegðartækifæri með félögunum.

Hins vegar telji stjórn Actavis að það verð, sem talið er að keppinautar hafi boðið í félagið, vera orðið mun hærra en svo að það þjóni hagsmunum hluthafa félagsins að halda áfram samningaviðræðum.

Í tilkynningu frá Actavis er haft er eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis, að áherslur félagsins beinist áfram beinast að því að efla undirliggjandi starfsemi félagsins og ná markmiðum ársins. Actavis muni áfram leita leiða til að styrkja stöðu sína í hópi öflugustu samheitalyfjafyrirtækja heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×