Viðskipti innlent

VBS og FSP renna saman

Hluthafar í VBS fjárfestingarbanka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrjun vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin sameinast undir merkjum VBS og verður eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er metinn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans.

Hagnaður hins sameinaða félags nam 550 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Hreinar rekstrartekjur námu yfir 700 milljónum og vógu tekjur af eignarhlutum þar langþyngst, eða um 410 milljónum.

Jón Þórisson fer fyrir þrjátíu manna starfsliði, en Kjartan Broddi Bragason, sem stýrði FSP, heldur til annarra starfa. Stjórnarformaður hins nýja banka er Gísli Kjartansson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×