Gerðu með sér samstarf án heimildar frá FME 3. maí 2007 05:30 FL Group og Jötunn Holding, sem samtals eiga 38,82 prósenta hlut í Glitni, mynduðu á mánudaginn með sér hluthafasamkomulag sem fól í sér samstarf um kjör stjórnar á hluthafafundum bankans án þess að hafa sótt um heimild til Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrir auknum virkum eignarhlut í Glitni. FL Group hafði eitt og sér heimild FME til að fara með allt að 33 prósenta virkan hlut í Glitni. Samkomulagið byggðist á þeim sjónarmiðum sem sett voru fram í bréfi FME, hinn 25. apríl, að það hefði til skoðunar hvort nýr virkur eignarhluti hefði stofnast í Glitni, mögulega milli FL Group og Jötuns. Það var gert til að eyða óvissu og upplýsa alla um stöðu mála. Samkvæmt samkomulaginu er félögunum heimilt að auka eða minnka við hlut sinn í Glitni, þó þannig að samanlagður eignarhlutur fari ekki upp fyrir 39,9 prósent. Fram kom að FL og Jötunn myndu sækja um þessa viðbótarheimild til FME, en á meðan eftirlitið hefði málið til skoðunar væri gengið að því vísu að Jötunn, sem á 6,85 prósent í Glitni, hefði ekki atkvæðisrétt. Fyrir hluthafafund Glitnis mánudaginn 30. apríl var birt tilkynning frá FME um takmörkun sameiginlegs atkvæðisréttar FL Group, Elliðatindur ehf., Jötuns Holding ehf. og Sunds ehf. við 32,99 prósent. Sameiginlega eiga þessir aðilar er um 44,99 prósent hlutafjár í Glitni. FME telur að þessir aðilar séu í samstarfi um meðferð virks eignarhlutar í Glitni. „Við töldum ástæðu til þess að taka þessi viðskipti til skoðunar og okkar niðurstaða er sú að þau tengsl væru á milli þeirra félaga sem um ræðir, þ.e.a.s. Jötunn Holding, Elliðatindur, Sund Holding og FL Group, færu saman með virkan eignarhlut og væru þar með komin yfir þau 33 prósent sem FL Group hafði heimild til þess að fara með,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Forsvarsmenn FL Group eru ósammála niðurstöðu FME að félagið sé í samstarfi við Jötun Holding, Elliðatinda og Sund en eiga eftir að leggja á hana endanlagt mat við nánari skoðun. „Við erum enn að kynna okkur úrskurðinn,“ segir Kristján Kristjánsson, forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Boltinn er hjá FL Group og er þrennt sennilegast í stöðunni: Í fyrsta lagi að FL Group og tengdir aðilar, að mati FME, sæki um heimild fyrir auknum virkum eignarhlut. Þá verður ekki annað séð en að yfirtökuskylda hafi myndast í Glitni. Í öðru lagi að umrædd félög losi um hlutabréf sín í Glitni til ótengdra aðila til að vera undir fjörutíu prósentum. Og í þriðja lagi geta félögin höfðað dómsmál til að hnekkja niðurstöðu FME. Það ferli getur verið langt og tímafrekt. „Það er hlutverk FME að hafa eftirlit með virkum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum og fylgjast með hæfi þeirra aðila sem með slíkan eignarhlut fara. Erlendir aðilar hafa gagnrýnt þröngt eignarhald og hafa til viðbótar haldið því fram að mikil tengsl séu á milli ýmissa aðila í íslensku viðskiptalífi. Það er því mikilvægt að eignarhaldið sé skýrt,“ segir forstjóri FME. 30. apríl sendi yfirtökunefnd FME bréf þar sem nefndin vildi vekja athygli á hugsanlegri yfirtökuskyldu vegna eigendaskipta að 19,46 prósenta hlut í Glitni þann 5. apríl. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
FL Group og Jötunn Holding, sem samtals eiga 38,82 prósenta hlut í Glitni, mynduðu á mánudaginn með sér hluthafasamkomulag sem fól í sér samstarf um kjör stjórnar á hluthafafundum bankans án þess að hafa sótt um heimild til Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrir auknum virkum eignarhlut í Glitni. FL Group hafði eitt og sér heimild FME til að fara með allt að 33 prósenta virkan hlut í Glitni. Samkomulagið byggðist á þeim sjónarmiðum sem sett voru fram í bréfi FME, hinn 25. apríl, að það hefði til skoðunar hvort nýr virkur eignarhluti hefði stofnast í Glitni, mögulega milli FL Group og Jötuns. Það var gert til að eyða óvissu og upplýsa alla um stöðu mála. Samkvæmt samkomulaginu er félögunum heimilt að auka eða minnka við hlut sinn í Glitni, þó þannig að samanlagður eignarhlutur fari ekki upp fyrir 39,9 prósent. Fram kom að FL og Jötunn myndu sækja um þessa viðbótarheimild til FME, en á meðan eftirlitið hefði málið til skoðunar væri gengið að því vísu að Jötunn, sem á 6,85 prósent í Glitni, hefði ekki atkvæðisrétt. Fyrir hluthafafund Glitnis mánudaginn 30. apríl var birt tilkynning frá FME um takmörkun sameiginlegs atkvæðisréttar FL Group, Elliðatindur ehf., Jötuns Holding ehf. og Sunds ehf. við 32,99 prósent. Sameiginlega eiga þessir aðilar er um 44,99 prósent hlutafjár í Glitni. FME telur að þessir aðilar séu í samstarfi um meðferð virks eignarhlutar í Glitni. „Við töldum ástæðu til þess að taka þessi viðskipti til skoðunar og okkar niðurstaða er sú að þau tengsl væru á milli þeirra félaga sem um ræðir, þ.e.a.s. Jötunn Holding, Elliðatindur, Sund Holding og FL Group, færu saman með virkan eignarhlut og væru þar með komin yfir þau 33 prósent sem FL Group hafði heimild til þess að fara með,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Forsvarsmenn FL Group eru ósammála niðurstöðu FME að félagið sé í samstarfi við Jötun Holding, Elliðatinda og Sund en eiga eftir að leggja á hana endanlagt mat við nánari skoðun. „Við erum enn að kynna okkur úrskurðinn,“ segir Kristján Kristjánsson, forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Boltinn er hjá FL Group og er þrennt sennilegast í stöðunni: Í fyrsta lagi að FL Group og tengdir aðilar, að mati FME, sæki um heimild fyrir auknum virkum eignarhlut. Þá verður ekki annað séð en að yfirtökuskylda hafi myndast í Glitni. Í öðru lagi að umrædd félög losi um hlutabréf sín í Glitni til ótengdra aðila til að vera undir fjörutíu prósentum. Og í þriðja lagi geta félögin höfðað dómsmál til að hnekkja niðurstöðu FME. Það ferli getur verið langt og tímafrekt. „Það er hlutverk FME að hafa eftirlit með virkum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum og fylgjast með hæfi þeirra aðila sem með slíkan eignarhlut fara. Erlendir aðilar hafa gagnrýnt þröngt eignarhald og hafa til viðbótar haldið því fram að mikil tengsl séu á milli ýmissa aðila í íslensku viðskiptalífi. Það er því mikilvægt að eignarhaldið sé skýrt,“ segir forstjóri FME. 30. apríl sendi yfirtökunefnd FME bréf þar sem nefndin vildi vekja athygli á hugsanlegri yfirtökuskyldu vegna eigendaskipta að 19,46 prósenta hlut í Glitni þann 5. apríl.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira