Viðskipti erlent

Gott hljóð í bílarisanum

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, segir að góður gangur sé í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir samdrátt.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors, segir að góður gangur sé í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir samdrátt. MYND/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum greinenda á Wall Street.

Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, sagði í viðtali á CNBC-sjónvarpsstöðinni í gærmorgun að góður gangur væri í rekstri fyrirtækisins eftir viðamikla hagræðingu síðastliðin tvö ár sem fól meðal annars í sér sölu á útlánaarmi félagsins, uppsögnum á tugþúsundum starfsmanna og lokun á verksmiðjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×