Fleiri fréttir Allir búnir að kaupa Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi. 23.5.2007 04:00 TopShop hagnast á Kate Moss Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. 23.5.2007 04:00 Eldsneytisverð í hámarki vestanhafs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í vikubyrjun eftir að skæruliðar réðust á ónotaða olíuvinnslustöð í eigu franska olíufyrirtækisins Total í Nígeríu á mánudag. 23.5.2007 04:00 Kröfur umfram innistæður Eins og forvitnilegt er að skoða hugmyndir viðskipta- og hagfræðinga um starfslok sín er fróðlegt að skoða hvaða hugmyndir þeir nýútskrifuðu hafa þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. En hvaða augum líta stjórnendur nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga? 23.5.2007 03:45 Dýrt að vera nýrík Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði. 23.5.2007 03:00 Norðanflug hefur starfsemi Norðanflug ehf. er nýtt fraktflugfélag sem 3. júní hefur reglubundið flug frá Akureyri til Oostende í Belgíu þrisvar í viku. Með fluginu styttist flutningstími fersks fisks, sem unninn er á Norðausturlandi, um heilan dag. 23.5.2007 02:30 FL með Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 3,1 milljarðs íslenskra króna. Verkefnin eru í samstarfi við alþjóðlega fasteignafélagið Bayrock Group. 23.5.2007 01:30 EMI-útgáfan samþykkir yfirtökuboð Stjórn bresku tónlistarútgáfunnar EMI samþykki á mánudag að taka yfirtökutilboði fjárfestingasjóðsins Terra Firma. Tilboðið hljóðar upp á 265 pens á hlut, eða 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 23 pens í kjölfarið og endaði í 271 pensi á hlut við lokun markaða. 23.5.2007 01:00 Moody´s staðfestir lánshæfismat Glitnis og Landsbankans Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur staðfest bæði lánshæfismat Landsbankans og Glitnis eftir nýjustu yfirtökur bankanna. 22.5.2007 20:08 Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. 22.5.2007 16:05 Ógildir samruna Frumherja og Aðalskoðunar Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna bílaskoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar á þeim grundvelli að samruninn hindri virka samkeppni á markaðnum. Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og tók Samkeppniseftirlitið samrunann til skoðunar. 22.5.2007 16:00 Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. 22.5.2007 14:55 Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. 22.5.2007 13:55 Vodafone kaupir símaþjónustu Fjölnets Vodafone kaupir símaþjónustu fyrirtækisins Fjölnets á Sauðárkróki samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið á milli félaganna. Um er að ræða allan tækjabúnað sem tengist símrekstri Fjölnets auk þess sem Vodafone mun yfirtaka fyrirliggjandi viðskiptasamninga um símþjónustu 22.5.2007 13:00 FL Group í samstarf við Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru verkefnin unnin í samstarfi við Bayrock Group sem er alþjóðlegt fasteignafélag staðsett í Bandaríkjunum. 22.5.2007 12:01 Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. 22.5.2007 11:28 TM Software semur við norsku sjúkrahúsapótekin Íslenska tæknifyrirtækið TM Software hefur gert stærsta samning íslensks fyrirtækis á sviði heilbrigðiupplýsingatækni. Norsku sjúkrahúsapótekin ANS hafa undirritað samning við fyrirtækið um um þróun hugbúnaðar fyrir rafræna lyfjaumsýslu. 22.5.2007 09:54 Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. 22.5.2007 09:20 Risasamruni á Ítalíu Stjórn ítalska bankans Unicredit greindi frá því um helgina að samningar hefðu náðst um kaup á ítalska bankanum Capitalia. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar beggja banka eiga þó eftir að samþykkja viðskiptin. 22.5.2007 05:30 Fjárfesta í neytendageiranum Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta mun vera eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. 22.5.2007 05:00 Actavis kemur að lyfi í BNA Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar, FDA. Finasteride er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Í tilkynningu Actavis kemur fram að Finasteride sé sjötta samheitalyfið sem félagið markaðssetji í Bandaríkjunum á þessu ári, en ætlunin sé að koma með 18 til 20 lyf á markaðinn í ár. 22.5.2007 02:00 Sól kaupir Emmessís Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar og Sólar ehf. um kaup þess síðarnefnda á Emmessís hf. Fram kemur í tilkynningu að samkomulag hafi verið undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Kaupverð er sagt trúnaðarmál. 22.5.2007 02:00 Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. 21.5.2007 19:45 EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. 21.5.2007 17:52 Helmingur Ipod eigenda vill Iphone Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið. 21.5.2007 16:55 Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. 21.5.2007 16:24 Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. 21.5.2007 16:13 Actavis fær leyfi fyrir þvagfæralyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að félagið fékk samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir því að markaðssetja það. 21.5.2007 14:51 Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. 21.5.2007 13:20 Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. 21.5.2007 11:18 Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. 21.5.2007 10:19 Tæknivædd regnhlíf Regnhlíf með myndavél, GPStæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljómgræjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum. 21.5.2007 10:00 Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. 21.5.2007 09:28 Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. 21.5.2007 09:17 Orkuturninn Burj al-Taqa turninn í Dubai mun algjörlega ganga fyrir endurnýtanlegri orku sem hann framleiðir sjálfur. Þjóðverjinn Eckhard Gerber á heiðurinn að orkuturninum Burj al-Taqa sem rísa mun á næstu árum í Dubai. Turninn verður ekki bara skrifstofubygging heldur líka virkjun á vind- og sólarorku. 21.5.2007 08:00 Mjór ránfiskur Nokia hefur sett símann Barracuda á markaðinn. Finnska símafyrirtækið Nokia hefur svipt hulunni af hinum nýja og næfurþunna Barracudafarsíma sem einnig er með ódýrara móti, kostar undir 100 evrur í Evrópu. 21.5.2007 02:25 Peningaskápurinn... Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. 19.5.2007 00:01 Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. 18.5.2007 17:53 Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. 18.5.2007 15:30 Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. 18.5.2007 11:56 EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. 18.5.2007 10:32 Hlutabréf í Evrópu hækka í verði Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hækkaði mikið í morgun og hefur ekki verið hærri í sex og hálft ár. Olíufyrirtæki BP og Royal Dutch Shell eru að miklu leyti á bakvið þessa þróun en orðrómar eru í gangi um einhvers konar sameiningu félaganna tveggja. Hlutabréf þeirra hækkuðu um tvö og hálft prósent í verði. 18.5.2007 08:40 Eftirlit á netinu eykst ár frá ári Umfang ríkiseftirlits á internetinu er sífellt að aukast að sögn nýútkominnar skýrslu um efnið. Samtökin Óháð Internet stóðu að henni en í þeim eru rannsóknarhópar frá háskólunum í Harvard og Oxford, meðal annarra. 18.5.2007 07:08 Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. 18.5.2007 07:00 Fyrirtækin hættu við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) mælti formlega með því í gær að hið áformaða Galileo-gervihnattaleiðsögukerfi yrði fjármagnað að fullu úr ríkiskössum aðildarríkjanna, eftir að upprunaleg áætlun um að samlag einkafyrirtækja frá fimm löndum axlaði meirihluta kostnaðarins fór út um þúfur. 17.5.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Allir búnir að kaupa Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi. 23.5.2007 04:00
TopShop hagnast á Kate Moss Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. 23.5.2007 04:00
Eldsneytisverð í hámarki vestanhafs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í vikubyrjun eftir að skæruliðar réðust á ónotaða olíuvinnslustöð í eigu franska olíufyrirtækisins Total í Nígeríu á mánudag. 23.5.2007 04:00
Kröfur umfram innistæður Eins og forvitnilegt er að skoða hugmyndir viðskipta- og hagfræðinga um starfslok sín er fróðlegt að skoða hvaða hugmyndir þeir nýútskrifuðu hafa þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. En hvaða augum líta stjórnendur nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga? 23.5.2007 03:45
Dýrt að vera nýrík Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði. 23.5.2007 03:00
Norðanflug hefur starfsemi Norðanflug ehf. er nýtt fraktflugfélag sem 3. júní hefur reglubundið flug frá Akureyri til Oostende í Belgíu þrisvar í viku. Með fluginu styttist flutningstími fersks fisks, sem unninn er á Norðausturlandi, um heilan dag. 23.5.2007 02:30
FL með Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 3,1 milljarðs íslenskra króna. Verkefnin eru í samstarfi við alþjóðlega fasteignafélagið Bayrock Group. 23.5.2007 01:30
EMI-útgáfan samþykkir yfirtökuboð Stjórn bresku tónlistarútgáfunnar EMI samþykki á mánudag að taka yfirtökutilboði fjárfestingasjóðsins Terra Firma. Tilboðið hljóðar upp á 265 pens á hlut, eða 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 23 pens í kjölfarið og endaði í 271 pensi á hlut við lokun markaða. 23.5.2007 01:00
Moody´s staðfestir lánshæfismat Glitnis og Landsbankans Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur staðfest bæði lánshæfismat Landsbankans og Glitnis eftir nýjustu yfirtökur bankanna. 22.5.2007 20:08
Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. 22.5.2007 16:05
Ógildir samruna Frumherja og Aðalskoðunar Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna bílaskoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar á þeim grundvelli að samruninn hindri virka samkeppni á markaðnum. Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og tók Samkeppniseftirlitið samrunann til skoðunar. 22.5.2007 16:00
Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. 22.5.2007 14:55
Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. 22.5.2007 13:55
Vodafone kaupir símaþjónustu Fjölnets Vodafone kaupir símaþjónustu fyrirtækisins Fjölnets á Sauðárkróki samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið á milli félaganna. Um er að ræða allan tækjabúnað sem tengist símrekstri Fjölnets auk þess sem Vodafone mun yfirtaka fyrirliggjandi viðskiptasamninga um símþjónustu 22.5.2007 13:00
FL Group í samstarf við Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru verkefnin unnin í samstarfi við Bayrock Group sem er alþjóðlegt fasteignafélag staðsett í Bandaríkjunum. 22.5.2007 12:01
Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. 22.5.2007 11:28
TM Software semur við norsku sjúkrahúsapótekin Íslenska tæknifyrirtækið TM Software hefur gert stærsta samning íslensks fyrirtækis á sviði heilbrigðiupplýsingatækni. Norsku sjúkrahúsapótekin ANS hafa undirritað samning við fyrirtækið um um þróun hugbúnaðar fyrir rafræna lyfjaumsýslu. 22.5.2007 09:54
Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. 22.5.2007 09:20
Risasamruni á Ítalíu Stjórn ítalska bankans Unicredit greindi frá því um helgina að samningar hefðu náðst um kaup á ítalska bankanum Capitalia. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar beggja banka eiga þó eftir að samþykkja viðskiptin. 22.5.2007 05:30
Fjárfesta í neytendageiranum Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta mun vera eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. 22.5.2007 05:00
Actavis kemur að lyfi í BNA Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar, FDA. Finasteride er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Í tilkynningu Actavis kemur fram að Finasteride sé sjötta samheitalyfið sem félagið markaðssetji í Bandaríkjunum á þessu ári, en ætlunin sé að koma með 18 til 20 lyf á markaðinn í ár. 22.5.2007 02:00
Sól kaupir Emmessís Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar og Sólar ehf. um kaup þess síðarnefnda á Emmessís hf. Fram kemur í tilkynningu að samkomulag hafi verið undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Kaupverð er sagt trúnaðarmál. 22.5.2007 02:00
Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. 21.5.2007 19:45
EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. 21.5.2007 17:52
Helmingur Ipod eigenda vill Iphone Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið. 21.5.2007 16:55
Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. 21.5.2007 16:24
Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. 21.5.2007 16:13
Actavis fær leyfi fyrir þvagfæralyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að félagið fékk samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir því að markaðssetja það. 21.5.2007 14:51
Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. 21.5.2007 13:20
Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. 21.5.2007 11:18
Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. 21.5.2007 10:19
Tæknivædd regnhlíf Regnhlíf með myndavél, GPStæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljómgræjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum. 21.5.2007 10:00
Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. 21.5.2007 09:28
Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. 21.5.2007 09:17
Orkuturninn Burj al-Taqa turninn í Dubai mun algjörlega ganga fyrir endurnýtanlegri orku sem hann framleiðir sjálfur. Þjóðverjinn Eckhard Gerber á heiðurinn að orkuturninum Burj al-Taqa sem rísa mun á næstu árum í Dubai. Turninn verður ekki bara skrifstofubygging heldur líka virkjun á vind- og sólarorku. 21.5.2007 08:00
Mjór ránfiskur Nokia hefur sett símann Barracuda á markaðinn. Finnska símafyrirtækið Nokia hefur svipt hulunni af hinum nýja og næfurþunna Barracudafarsíma sem einnig er með ódýrara móti, kostar undir 100 evrur í Evrópu. 21.5.2007 02:25
Peningaskápurinn... Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. 19.5.2007 00:01
Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. 18.5.2007 17:53
Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. 18.5.2007 15:30
Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. 18.5.2007 11:56
EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. 18.5.2007 10:32
Hlutabréf í Evrópu hækka í verði Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hækkaði mikið í morgun og hefur ekki verið hærri í sex og hálft ár. Olíufyrirtæki BP og Royal Dutch Shell eru að miklu leyti á bakvið þessa þróun en orðrómar eru í gangi um einhvers konar sameiningu félaganna tveggja. Hlutabréf þeirra hækkuðu um tvö og hálft prósent í verði. 18.5.2007 08:40
Eftirlit á netinu eykst ár frá ári Umfang ríkiseftirlits á internetinu er sífellt að aukast að sögn nýútkominnar skýrslu um efnið. Samtökin Óháð Internet stóðu að henni en í þeim eru rannsóknarhópar frá háskólunum í Harvard og Oxford, meðal annarra. 18.5.2007 07:08
Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. 18.5.2007 07:00
Fyrirtækin hættu við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) mælti formlega með því í gær að hið áformaða Galileo-gervihnattaleiðsögukerfi yrði fjármagnað að fullu úr ríkiskössum aðildarríkjanna, eftir að upprunaleg áætlun um að samlag einkafyrirtækja frá fimm löndum axlaði meirihluta kostnaðarins fór út um þúfur. 17.5.2007 12:00