Viðskipti innlent

Pálmi kaupir þriðjungshlut í Keops

Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson hefur keypt nánast alla hluti stofnanda og forsvarmanns fasteignafélagsins Keops í Danmörku og verður með því stærsti hluthafinn í félaginu. Frá þessu er greint á fréttavef danska viðskiptablaðsins Börsen og bent á að Íslendingar fari nú með meirihlutavald í fasteignafélaginu.

Pálmi, sem meðal annars á stóran hluti Sterling, greiðir 1,3 milljarða danskra króna, jafnvirði um þrettán milljarða íslenskra króna, fyrir 32 prósenta hlut í Keops en félagið er metið á ríflega 30 milljarða króna. Ole Vagner, stofnandi og forsvarsmaður Keops, fer með þessu úr stjórn félagsins.

Bent er á í frétt Börsen að Pálmi hafi unnið náið með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í viðskiptum en saman eiga Pálmi og Baugur 61 prósents hlut eftir kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×