Fleiri fréttir

Nýherji kaupir danskt tæknifyrirtæki

Nýherji hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Dansupport A/S í Óðinsvéum í Danmörku. Um er að ræða þjónustufyrirtæki sem er sérhæft í uppsetningu á tölvu-, samskipta- og símakerfum fyrir meðalstór fyrirtæki eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Verðbólguþrýstingur enn of mikill

Davíð Oddsson seðlabankastjóri, segir undirliggjandi verðbólgu enn langt yfir verðbólgumarkmiðum bankans og að verðbólga hafi hjaðnað nokkru hægar en spá bankans í mars hafi gert ráð fyrir.

Óbreyttir stýrivextir taldir langlíklegastir

Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir að stýrivextir verði áfram 14,25 prósent. Verðbólga hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir og langvarandi hátt vaxtastig ekki útilokað.

Víxlverkun Kína og Bandaríkjanna nærir hagkerfi heimsins

Dr. Pedro Videla, prófessor við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum fjallaði um þróun efnahagsmála heimsins til lengri tíma litið og las í stefnu fjármálamarkaða og gjaldmiðla á ráðstefnu sem Kaupþing og Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir síðasta föstudag. Óli Kristján Ármannsson sat fyrirlesturinn þar sem fram kom að framtíðarstöðugleiki heimshagkerfisins væri mikið til undir Kínverjum kominn.

Veislan í Gramercy

Sir Philip Green, eigandi Arcadia, blés til mikillar veislu í New York í Bandaríkjunum á þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var upphaf sölu á splunkunýrri fatalínu stjörnufyrirsætunnar Kate Moss, sem hún hannaði fyrir Topshop.

Fundað um samkeppnishæfni

Viðskiptaráð Íslands og Glitnir efna í dag til fundar í húsakynnum Viðskiptaráðs þar sem niðurstöður könnunar IMD-viðskiptaháskólans í Lausanne í Sviss á samkeppnishæfni hagkerfa verða kynntar ítarlega.

Spákaupmaðurinn: Krónuprinsinn Björgólfur Thor

Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta.

Í góðum félagsskap

Og áfram af gleðinni hjá Green því Sunday Times segir viðskiptajöfurinn hafa verið svo ánægðan með dvöl sína í New York að hann geti vel hugsað sér að flytja þangað og fylgjast með uppbyggingu Topshop-búðanna.

Sjötíuogfimmföldun markaðsvirðis á átta árum

Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum.

Eigendaskipti hjá verktakafyrirtækinu Háfelli

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé í verktakafyrirtækinu Háfelli ehf. Eiður H. Haraldsson og fjölskylda, sem rekið hafa félagið frá árinu 1986, hafa selt allt sitt hlutafé til félags í eigu Skarphéðins Ómarssonar og Jóhanns Gunnars Stefánssonar. Fyrirtækjasvið KPMG hafði umsjón með sölu félagsins.

Styðja við útrás Lay Low

Samskip hafa tilkynnt um stuðning sinn við tónlistarkonuna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low eins og hún kallar sig, næstu tvö árin. Hún hefur notið vaxandi vinsælda bæði heima og erlendis og sigraði meðal annars í þremur flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu.

HugurAx kaupir veflausnadeild

HugurAx hefur keypt veflausnadeild Betri lausna ehf., sem hefur um árabil unnið að gerð veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir og þróað öflugt íslenskt vefumsjónarkerfi.

Ekkert frí

Spennandi þingkosningar eru að baki, en skömmu fyrir kosningar heyrðust þær raddir að einhverjir íslenskir fjárfestar hefðu í hyggju að taka sér frí til fjögurra ára næði vinstristjórn völdum með hugsanlegum skattahækkunum á fyrirtæki, hagnaði af sölu hlutabréfa og ýmsu öðru sem valdið hefði pirringi þeirra.

Hagfræðingurinn sem missti allt

Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt.

Framhald Actavissögu á huldu

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Greiningardeildir bankanna eru ekki á einu máli um ágæti tilboðsins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að sumir sérfræðingar ráðleggja hluthöfum að halda að sér höndum. Tilboðið verði hækkað eða annað betra berist. Aðrir telja ólíklegt að boðið verði á móti Novator. Til að geta afskráð félagið þarf Novator samþykki 2/3 hluthafa Actavis.

Icebank hagnast um tæpa 2 miljarða króna

Icebank hagnaðist um tæpa 1,8 milljarð króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri bankans. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður bankans rétt tæpum 500 milljónum eftir skatta.

Símtal af Everest

Breskur fjallgöngumaður hyggst hringja úr gsm-síma á toppi veraldar. Rob Baber hefur klifið 47 hæstu tinda Evrópu. Nú ætlar hann sér að hringja fyrstu manna úr GSM -síma af toppi Mount Everest.

Dregur úr verðbólgu í Bretlandi

Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar.

Úrvalsvísitalan setur nýtt met

Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands.

Eldri iPod notendur missa úr slag

Nýleg rannsókn leiðir í ljós að iPod-spilarar geta haft truflandi áhrif á gangráða. Hundrað einstaklingar með gangráða og meðalaldurinn 77 ár tóku þátt í tilraun á áhrifum iPodspilara á gangráða sem fram fór í Stofnun hjarta- og æðasjúkdóma í Michigan-ríki í Bandaríkjunum.

Viðhaldið fært til bókar

Viðhaldsbókin mín er gagnagrunnur á netinu þar sem hægt er að skrá allar framkvæmdir fasteigna. Upplýsingarnar fylgja síðan eigninni um ókomna tíð.

Úrvalsvísitalan slær nýtt met

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig.

Fullur aðgangur að tölvupósti í símanum

Openhand gerir notendum kleift að ná í tölvupóst í hvaða forritanlega síma sem er. Viðskiptahópurinn stækkar stöðugt. Openhand er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í samskiptalausnum fyrir farsíma.

Kaupþing með 20% í Storebrand

Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda.

Tölvupóststætari

Þessi stórsniðugi pappírstætari kæmi sér vel á hvaða skrifstofu sem er. Tækið er tölva með öflugu varnarforriti gagnvart ruslpósti (spam). Hún er tengd nokkrum öðrum tölvum og í hvert skipti sem notendur þeirra fá ruslpóst prentar vélin hann út, tætir, og setur sendandann á svartan lista. Pappírinn er svo endurunninn svo að hægt sé að tæta hann aftur.

Atlantsskip opna skrifstofu í Rotterdam

Atlantsskip hafa opnað skrifstofu í Rotterdam í Hollandi sem forráðamenn félagsins lýsa sem stærsta skrefi sem það hafi stigið til þessa í útrás. Með skrifstofunni mun þungamiðja flutninganets félagsins færast til Rotterdam en þar er stærsta höfn Evrópu.

Nokia hvetur til orkusparnaðar

Nokia hefur sett af stað hvatningarherferð sem fyrirtækið áætlar að muni spara jafnmikla orku á ári og 85 þúsund heimili nota árlega. Áætlunin er einföld. Nokia vill að fólk taki hleðsutækin sín úr sambandi um leið og búið er að hlaða símann.

Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna.

Enn eykst velta á fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna.

Miklar hækkanir í Asíu

Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu.

Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck

Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar.

Spá lægri verðbólgu í Bretlandi

Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni.

Yukos heyrir sögunni til

Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra.

Thomson selur eignir

Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters.

Verðbólga er yfir spám bankanna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða og lækkar tólf mánaða verðbólga því úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildirnar gerðu ráð fyrir en þær spáðu því að verðbólga myndi fara allt niður í 4,3 prósent.

Lokahnykkur sameiningar

Þriðja af þremur skrefum í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX kauphallasamstæðunni verður tekið á mánudaginn. Þá hefjast viðskipti á markaði með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitölur. Afleiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Sama dag verður settur á fót lánamarkaður með hlutabréf í úrvalsvísitölunni.

Hvar vinnur Jón Karl?

Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group.

Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu

Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði.

Dótturfélag Eimskips semur við Neslé

Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna.

Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag

Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra.

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag

Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi.

Icelandair kaupir tékkneskt flugfélag

Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til OMX-kauphallarinnar rekur Travel Service leiguflugsstarfsemi, einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings.

Sjá næstu 50 fréttir