Fleiri fréttir

Brynjólfur áfram hjá Símanum

Stjórn Símans hefur gengið frá áframhaldandi ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra fyrirtækisins. Brynjólfur hefur gegnt starfinu frá árinu 2002 en var áður forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Granda.

Íbúðalánasjóður aðal orsakavaldur

Seðlabankinn hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir hin 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins, samkvæmt Hálffimmfréttum KB banka. Þar er Íbúðalánasjóður nefndur sérstaklega sem orsakavald fyrir „óhóflegri aukningu útlána undanfarið ár“ og segir að æskilegt sé að staða sjóðsins sé skýrð sem allra fyrst.</td /></tr /></tbody /></table />

Skortur hreinsunarstöðva skýringin

Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk.

Litlar líkur á hjöðnun verðbólgu

Litlar líkur eru á hjöðnun verðbólgu í október samkvæmt því greiningadeild Landsbankans segir í <em>Vegvísi</em> sínum. Þar er gert ráð fyrir 0,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga haldast óbreytt í 4,8 prósent og verður líkt og í septembermánuði 2,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Ný stjórn Símans kjörin

Lýður Guðmundsson var kjörinn stjórnarformaður Símans á fyrsta hluthafafundi hans eftir einkavæðingu sem haldinn var á Nordica-hóteli í dag. Með Lýði í stjórn verða Rannveig Rist, sem verður varaformaður, Panikos Katsouris, Gísli Hjálmtýsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson meðstjórnendur.

Gengisvísitala nærri lágmarki

Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári.

Markaðurinn réttir við sér

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi og því er ljóst að lækkunarhrinu síðustu daga er lokið. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum í Landsbankanum og Straumi, eða um 3,5 prósent.

Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin

Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group.

Farþegum Icelandair fjölgar áfram

Farþegum Icelandair í ágúst fjölgaði um 19,1 prósent í ágúst frá sama tímabili í fyrra og voru tæplega 203 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FL GROUP. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,5 prósent og eru þeir tæplega 1,1 milljón. Sætanýting hefur batnað um 2,4 prósentustig og er á fyrstu átta mánuðum ársins 78,1 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði í dag

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,8 prósent í dag og er það í fyrsta skipti alla vikuna sem vísitalan lækkar ekki milli daga.

Bréf Landsbankans lækka enn

Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði enn í morgun svo um munar, eða um rösklega þrjú prósent, eftir talsverða lækkun í gær. Gengi bréfa í flestum félögum í úrvalsvísitölunni lækkaði eitthvað, fjórða daginn í röð, en næst mest í Straumi - Fjárfestingabanka, um 2,2 prósent.

25% lækkun á krónunni

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum.

Spáir að ráðstöfunartekjur aukist

Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna á þessu ári, þrátt fyrir aukna verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Í þjóðhagsreikningum eru ráðstöfunartekjur reiknaðar með því að draga frá tekjum skatta og eignaútgjöld.

Hafa samstarfið við SAS í huga

Forstjóri SAS ætlar að slíta öllu samstarfi við Icelandair um flug á Norðurlöndunum ef FL Group kaupir Sterling-flugfélagið. Þetta kom fram í danska blaðinu <em>Börsen</em> í morgun. Talsmaður Flugleiða segir að samstarfið við SAS hafi verið gott og menn ætli að hafa það í huga við samningaborðið.

Skuldir heimilanna vaxið um 19%

Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári.

Rúmfatalagerinn opnar verslanir

„Það stendur til að opna tíu Rúmfatalagersverslanir í viðbót í Kanada innan árs,“ segir Nils Stórá yfirmaður Rúmfatalagersins í Eystrasaltslöndunum Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Einnig standi til að opna fjórar verslanir til viðbótar við þær fjórtán sem fyrir eru í Eystrasaltslöndunum.

Önnur Depo-verslun í Ríga

„Við opnuðum nýja Depo-verslun í Ríga í Lettlandi í gær,“ segir Jón Helgi Guðmundsson stjórnarformaður Norvíkur, sem er eignarhaldsfélag Byko. „Þetta er önnur Depo-verslunin sem við opnun í Ríga og svo er stefnt að því að opna þriðju verslunina næsta vor.“

Engin áhrif á Eimskip

„Þetta er ekkert sem við höfum áhyggjur af,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, um þá fyrirætlan fyrrverandi starfsmanna að stofna flutningafyrirtæki í samkeppni við gamla vinnuveitendann.

Einkaneysla vex hratt

Einkaneysla jókst á öðrum ársfjórðungi um fjórtán prósent frá sama tímabili í fyrra samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aukning einkaneyslu milli ára hefur ekki verið jafn mikil frá því að Hagstofan hóf að gera ársfjórðungsreikninga árið 1997.

Verðmætin falin í nýtingunni

„Okkar starf felst aðallega í því að finna betri nýtingu á landi eða húsnæði sem þegar er til staðar – gera það verðmætara. Þá kaupum við eignina og þróum áfram hugmyndir um breytta nýtingu,“ segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar.

Milljarðar í vanskilum

Tæpir tuttugu milljarðar króna eru í vanskilum hjá innlánsstofnunum. Það er samt bara rúmt eitt prósent af heildarútlánum fjármálafyrirtækja á Íslandi og eru íbúðarlán þar meðtalin samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.

Rauður dagur í Kauphöllinni

Miklar lækkanir hafa átt sér stað í Kauphöll Íslands í morgunsárið. Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent á fyrsta hálftímanum. Stóru félögin hafa fallið verulega í verði. Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn lækkað um 5,3 prósent, Bakkavör um 4,7 prósent, Burðarás um 3,8 prósent og Íslandsbanki og KB banki um 2,3 prósent

Gæti orðið keppinautur Flugleiða

Viðræður hefjast í dag um að FL Group, móðurfélag Flugleiða, kaupi dönsku flugfélögin Sterling og Maersk af eignarhaldsfélaginu Fons eins og greint var frá á Vísi í morgun. Sterling gæti orðið skæður keppinautur Flugleiða.

Landsbankinn lækkaði um 6%

Talsverð niðursveifla varð á verði fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og lækkaði Landsbankinn tímabundið mest, eða um rösklega sex prósent. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, eru þessar sveiflur eðlilegar í ljósi mikilla hækkana upp á síðkastið og megi sjálfsagt að hluta rekja til þess að einhverjir séu að innleysa hagnað.

20 þúsund kr. meira í afborganir

Fólk sem keypti sér þriggja herbergja íbúð í byrjun sumars þarf að borga rúmum tuttugu þúsund krónum meira í afborganir af henni en fólk sem keypti jafn stóra íbúð undir lok síðasta árs.

33 milljarða lækkun frá í morgun

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er þrjátíu og þremur milljörðum króna lægra nú en þegar markaðir opnuðu í morgun. Þar af hefur Landsbankinn einn lækkað um nær tíu milljarða. Úrvalsvísitalan stóð í tæpum 4.500 stigum laust fyrir þrjú og var þá 2,5% lægri en í morgun.

Nýr fjármálastjóri Samherja

Sigursteinn Ingvarsson var í dag ráðinn fjármálastjóri Samherja hf. og tekur við starfi fráfarandi fjármálastjóra, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar. Undanfarin þrjú ár hefur Sigursteinn starfað að ýmsum sérverkefnum á vegum félagsins, s.s. við innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og fjármál söludeildar.

Fjallað um þreifingar FL Group

Dönsku vefmiðlarnir sýna þreifingum FL Group, móðurfélagi Icelandair, varðandi hugsanleg kaup á danska flugfélaginu Sterling af öðru íslensku félagi, mikinn áhuga. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins er vitnað í upplýsingafulltrúa Sterling í Danmörku sem staðfestir að umræður á milli FL Group og forsvarsmanna Sterling hafi átt sér stað

Kaupa meira í French Connection

Baugur Group hefur eignast tíu prósenta hlut í tískuverslunarkeðjunni French Connection. Verðmæti hlutarins er um þrír milljarðar króna. Breska félagið hefur átt undir högg að sækja undanfarna mánuði vegna minnkandi sölu, eins og margar smásölukeðjur, og dróst hagnaður þess saman um 69 prósent á fyrri helmingi ársins samanborið við árið áður.

28 milljarða lækkun í dag

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar lækkaði um tuttugu og átta milljarða króna í dag. Þar af lækkaði verðmæti Landsbankans eins og sér um tæpa átta milljarða. Mest er þó lækkun hlutabréfa í Icelandic, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en verð þeirra bréfa lækkaði um tæp sjö prósent.

Vísitalan lækkaði enn einn daginn

Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni snarlækkaði í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað þrjá daga í röð. Sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka telur engar ástæður til að hafa áhyggjur af þróuninni.

Vildi framskækið fyrirtæki

James Liu fór til Hollands með tvær hendur tómar. Þegar hann sneri þaðan til Kína var hann starfsmaður flutningafyrirtækis sem hafði keypt hans eigið fyrirtæki. Honum fanns vanta kraft og áræðni í gamla fyrirtækið og tók því fegins hendi þegar Eimskip falaðist eftir kröftum hans og viðskiptasamböndum.

Ég, Davíð og Austurríki

Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu.

Auraveldið

Það er skammt stórra högganna á milli hjá Aurasálinni. Í síðustu viku tilkynnti hún um stofnun nýs viðskiptabanka og hefur þegar fengið firnagóð viðbrögð frá langþreyttum viðskiptavinum stórgróðabankanna.

Hive opnar netsímaþjónustu

Hive opnar í dag netsímaþjónustu til útlanda og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að þjónustan verði á mun lægra verði en áður hefur þekkst á Íslandi. Hive, sem var fyrst til að bjóða ótakmarkað erlent niðurhal á Netinu, boðar nú 75 prósenta lækkun á símtölum til útlanda miðað við almenna taxta símafélaganna til helstu viðskiptalandanna.

Ráðinn til að stýra FL Investment

Albert Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FL Investment, dótturfyrirtækis FL GROUP. Albert hefur störf 1. október næstkomandi og hann mun hafa umsjón með rekstri FL Investment, en megintilgangur félagsins er að hámarka virði hluthafa með fjárfestingum í fyrirtækjum og eignum jafnt á Íslandi sem erlendis.

FL Group og Fons ræða sameiningu

Stjórnir FL GROUP hf. og eignarhaldsfélagsins Fons, sem á flugfélögin Sterling og Maersk Air hafa ákveðið að hefja viðræður um fjárfestingu og/eða kaup FL Group á Sterling og Maersk. Tilkynning þessa efnis var send Kauphöllinni í kvöld. Í tilkynningu frá FL Group segir að viðræður hafi ekki enn hafist og því sé óvíst á þessu stigi hver niðurstaðan verður.

FL Group vill kaupa Sterling

FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. 

Actavis með nýtt húðlyf í Evrópu

Actavis hefur hafið sölu á nýju húðlyfi á mörkuðum í Evrópu. Um er að ræða samheitalyfið Terbinafine, sem sett var á markað nýlega þegar einkaleyfisvernd þess rann út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda en fleiri lönd munu bætast við fyrir árslok. Fyrstu pantanir námu um 10 milljónum taflna og reiknað er með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis.

Icelandair flýgur til Manchester

Icelandair hyggst hefja beint áætlunarflug til Manchester í Englandi í byrjun apríl á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum með Boeing 757 þotum félagsins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Mesta verðbólguskot í fjögur ár

Töluverðar líkur eru á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í lok mánaðarins eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli ágúst og september sem var langt umfram væntingar. Búist hafði verið við um 0,9 prósenta hækkun.

Mikið flökt á gengi krónunnar

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að mikið flökt verði á gengi íslensku krónunnar næstu daga í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um mikil gjaldeyriskaup á næstunni til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Hún telur kaupin hafa áhrif til lækkunar en þó líklega aðeins til skamms tíma því útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum vegi á móti.

Actavis kaupir í Búlgaríu

Actavis hefur keypt eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, Higia AD, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Actavis er tekið fram að kaupin séu fjármögnuð með langtímaláni.

Kaupir banka í Búlgaríu

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Bulgaria Holding, komst í morgun að samkomulagi við eigendur búlgarska bankann, EIBANK, um kaup á þrjátíu og fjögurra prósenta hlut í bankanum.

Sjá næstu 50 fréttir