Avion kaupir fjórar nýjar þotur 22. september 2005 00:01 Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla. Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla.
Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira