Viðskipti innlent

Ekki sterkari í 13 ár

Gengi krónunnar styrktist í gær fimmta viðskiptadaginn í röð og fór gengisvísitalan niður fyrir 105 stig. Hefur krónan því ekki verið sterkari frá gengisfellingunni árið 1992. Alls styrktist hún um 0,8 prósent í gær, sem þykir mikil dagshækkun. Greiningardeild Landsbankans telur að skýrsla Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar, sem var send fyrr í vikunni, hafi vakið væntingar um vaxtahækkun Seðlabankans á næstunni en einnig hefur skuldabréfaútgáfa innlendra sem erlendra aðila í ísllenskum krónum styrkt gengið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×