Viðskipti innlent

Keyptu öll hlutabréf SÍF í ISI

Nýir eigendur hafa keypt öll hlutabréf SÍF í Iceland Seafood International (ISI). Eigendurnir, sem eru B. Benediktsson ehf., Benedikt Sveinsson og Ker hf., hafa þegar tekið við félaginu.Nýju eigendurnir hafa samþykkt ósk Kristjáns Davíðssonar, forstjóra ISI, um að láta af störfum hjá félaginu. Benedikt Sveinsson tekur þegar við starfi forstjóra en Benedikt hefur áratuga reynslu í rekstri fyrirtækja í sölu og framleiðslu sjávarafurða, bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningu. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×