Fleiri fréttir

Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi.

Krónan og Björn Bjarnason

Össur Skarphéðinsson skrifar

Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Nýr Álftanesvegur – enginn gálgafrestur lengur

Reynir Ingibjartsson skrifar

Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti.

Friðriki svarað

Jón Steinsson skrifar

Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín "Nýtur ríkisstjórnin sannmælis“ birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein.

Hárfár

Ég stend á tímamótum. Ég er komin á þann stað í lífinu að dóttir mín er komin með svo sítt hár að það er eiginlega nauðsyn að setja í það teygjur á hverjum morgni. Þar sem ég hef sjálf aldrei verið með sítt hár er ég í smá vandræðum, en hef gert gott úr þessu og set yfirleitt í hana staðlað tagl.

Hinir óhæfustu lifa

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Sú var tíðin að ég taldi mig skilja kapítalismann. Taldi ég leikreglurnar vera á þann veg að þeir hæfustu kæmust af. Markaðurinn var það afl sem úrskurðaði hver væri hæfur og hver ekki. Eftir að markaðurinn úrskurðaði síðan marga af hinum helstu stórlöxum algjörlega óhæfa komst ég að því að þetta hefði verið hinn mesti misskilningur hjá mér.

Samning um höfuðborgina

Mörður Árnason skrifar

Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga.

Skjaldborg bankanna – gjaldþrot heimilanna

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Á sama tíma og nýju bankarnir skila milljarða hagnaði hafa aldrei fleiri íslensk heimili átt í fjárhagserfiðleikum. Í ágústbyrjun voru 26.666 manns í alvarlegum vanskilum. Hjá Íbúðalánasjóði einum hafa 500 ný heimili bæst á vanskilaskrá á þessu ári. Heimili sem hafa verið með lán sín í skilum fram að þessu. Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu

Leiftursókn gegn fylginu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi.

Alþjóðlegur agi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn.

Norðurslóðamiðstöð á Akureyri

Kristján Möller skrifar

Akureyri er þegar orðin segull fyrir norðurslóðavísindi. Og við vinnum markvisst að því á mörgum vígstöðvum að höfuðstaður Norðurlands og nærsvæði verði að alþjóðlegri norðurslóðamiðstöð. Því er haldið fram að þjónusta við rannsóknarskip og aðra umferð vegna umsvifa á norðurslóðum hafi dregið um einn og hálfan milljarð króna inn í veltuna á Eyjafjarðarsvæðinu á síðasta ári. Það sem þangað dregur eru afburða iðnaðarmenn, góð höfn, háskóli, fyrsta flokks sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta og alþjóðaflugvöllur.

Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu.

Skynsamlegt að sameina Garðabæ og Álftanes

Gunnar Einarsson skrifar

Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness hafa báðar komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegur kostur að sameina þessi tvö sveitarfélög. Þess vegna ákváðu þær í júní sl. að mæla með því að kosið verði um sameiningu þeirra. Sú kosning fer fram 20. október næstkomandi í báðum sveitarfélögunum. Bæjarstjórnirnar voru sammála um að sameining sveitarfélaganna væri hagkvæmur kostur hvort sem horft væri til menningarlegra, skipulagslegra eða rekstrarlegra þátta.

Glerperlur, eldvatn og logandi bál?

Árni Páll Árnason skrifar

Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að EES-samningurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við?

Rök en ekki svör

Þorsteinn Pálsson skrifar

Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði.

Subbuleg sjálftaka

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum.

Ég er bara svo upptekin

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar

"Vissir þú að stór hluti fólks á elliheimilum fær aldrei neinn í heimsókn til sín,“ sagði afi minn við mig í barnaafmæli í sumar. "Já, hugsaðu þér,“ svaraði ég hneyksluð á meðan ég hrósaði sjálfri mér í huganum fyrir að vera betri afkomandi en það.

Velsæld og lífskjör

Ólafur Páll Jónsson skrifar

Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera.

"Til þjóðarinnar með þetta“

Pawel Bartoszek skrifar

Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“?

Rangfærslur

Einar Þ. Magnússon skrifar

Lýsing forseta bæjarstjórnar í Vogum, Ingu Sigrúnar Atladóttur, á afleiðingum álvers í Helguvík fyrir Suðurnes er því miður átakanlegt dæmi um rangfærslur eða vanþekkingu á verkefninu. Í grein í Fréttablaðinu fullyrðir hún að við blasi slík eyðilegging að Reykjanesið verði óþekkjanlegt. Því er lýst að álverið kalli á 8 til 16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesi, með tilheyrandi borstæðum, brennisteinsmengun, röralagningu, lónum, jarðskjálftum og tvöfaldri röð af þrjátíu metra háum stálmöstrum eftir endilöngum skaganum.

Berjum ekki höfðinu við steininn

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu verkalýðssinnaðir sjálfstæðismenn eru orðnir þegar þeir mega vera að því að líta upp úr frjálshyggjufræðum sínum. En það er einhvern veginn eins og eitt horn rekist sífellt á annað í málflutningi þeirra. Í nafni atvinnurekenda krefjast þeir fjárfestinga og framkvæmda fyrir almannafé sem er mjög af skornum skammti og yrði enn minna ef heitstrengingar þeirra um að afnema veiðigjald og lækka skatta eignafólks og fyrirtækja yrðu að veruleika. Er ekki sérkennilegt að biðja ríkisvaldið í sífellu um fjárfestingar og framkvæmdir fremur en að beina sjónum að fjárfestingum á almennum markaði?

Átak gert í fjármálalæsi

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál.

Einkavæðing banka, taka tvö

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna.

Best geymda leyndarmál um 2.000 barna á Íslandi

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Á árinu 2011 birtu Barnaheill – Save the Children á Íslandi niðurstöður rannsóknar um stuðning þann sem í boði er fyrir börn í Reykjavík sem verða vitni að heimilisofbeldi. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli og umræður meðal almennings og fagfólks. Tölur sem bárust frá Íslandi í rannsóknina gáfu til kynna að 2.000 börn yrðu á ári hverju vitni að heimilisofbeldi (2,5% íslenskra barna). Ekki er óvarlegt að álykta að börnin séu enn fleiri því heimilisofbeldi er oftar en ekki eitt besta geymda leyndarmál fjölskyldu.

Hálfkák

Örn Bárður Jónsson skrifar

Í fjölmiðlum hafa tveir fv. nefndarmenn í stjórnlaganefnd, þeir Skúli Magnússon og Ágúst Þór Árnason, kallað eftir lagfæringum á stjórnarskrá Íslands en ekki nýrri. Þeir sem sjálfir settu fram róttækar hugmyndir um nýja stjórnarskrá vilja nú ekki frumvarp Stjórnlagaráðs og tala fyrir eins konar upphituðum 1944-rétti. Má ég þá heldur biðja um nýeldaða veislumáltíð úr nýju og fersku hráefni. Þeim hugnast ekki að byrja með autt blað en vilja kalla efir lagfæringum og endurbótum á núverandi stjórnarskrá. Í því sambandi er við hæfi að rifja upp orð Krists sem mælti fram forðum daga þessa klassísku speki:

Í þjónustu Nýdanskrar

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Ert þú eitthvað fyrir skartgripi?“ spurði söngvarinn mig þar sem við sátum hlið við hlið í rútunni. Spurningin kom flatt upp á mig en ég svaraði henni auðvitað neitandi enda hafði ég aldrei nokkurn tíma borið skartgrip. "Ég hef alltaf verið glysgjarn,“ sagði hann þá og lyfti höndunum til að sýna mér hringum prýdda sex eða sjö fingur, til að staðfesta orð sín. Fjólublár hatturinn sagði líka sína sögu svo ekki sé nú talað um pelsinn sem hann klæddist.

„Gróðahyggja og fíflaskapur“

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar

Flestum okkar finnst sem betur fer bæði sjálfsagt og eðlilegt að virða þá samninga sem við gerum, enda vandséð hvernig viðhalda megi siðuðu samfélagi án þess að slíkt væri hið almenna viðhorf. Á hinum alþjóðlega vettvangi hafa íslensk stjórnvöld gert margvíslega samninga, við önnur ríki og ríkjasambönd.

Aðgerðir skólastjórnenda gegn einelti

Svanhildur María Ólafsdóttir skrifar

Í flestum ef ekki öllum skólum landsins er að finna stefnumótandi aðgerðaáætlanir eða forvarnir gegn einelti. Það að taka á einelti í skólum er á ábyrgð skólastjórnenda, en vinna þeirra að þessum málaflokki gleymist stundum, sérstaklega ef erfið eineltismál koma í samfélagslega umræðu. Því er ástæða til að skoða betur hvaða aðgerðir eru í gangi í skólum landsins. Það skal tekið fram hér, að skólar eru mislangt á veg komnir í baráttunni gegn einelti og hver skóli hefur sinn háttinn á.

Ástareldurinn kveiktur á ný

Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt.

Hommaathvarf í miðbænum

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar

Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því.

Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl

Dr. Edward H. Huijbens og Dr. Karl Benediktsson skrifar

Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi.

Sameinaður Landspítali

Jóhannes M. Gunnarsson skrifar

Sameining spítalanna í Reykjavík árið 2000 tók fyrst og fremst til stjórnunarlegrar sameiningar. Af henni hefur sannarlega orðið umtalsverður faglegur ávinningur og nokkur fjárhagslegur. Stóri ávinningurinn næst þegar öll bráðastarfsemin er komin á einn stað í húsnæði sem hæfir nútíma starfsemi af þessu tagi. Breytt hlutverk Landspítala, ný og fyrirferðarmeiri tæki, aukin þekking á samhengi hönnunar húsnæðis og meðferðarárangri og kröfur sjúklinga og aðstandenda til að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt kallar allt á nýtt húsnæði spítalans. Unnið hefur verið að undirbúningi sameinaðs húsnæðis frá árinu 2001.

Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis?

Þorkell Helgason skrifar

Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“

Hryggð yfir alþingishúsinu

Steinunn Jóhannesdóttir skrifar

Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan.

Mikilvægi tungumálanáms og –kennslu

Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar

Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100).

Vildi fá sér vænan mann

Friðrika Benónýs skrifar

Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“

Óverjandi skattur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka.

Gegn fátækt

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965.

Með báðum augum – eða bara öðru?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans.

Viltu Nýjan Landspítala vð Hringbraut?

Þóra Andrésdóttir skrifar

Ef ekki, ættir þú að senda inn athugasemdir til skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi 20. september, annars telst þú samþykkur.

Villuljósin slökkt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins.

Sjá næstu 50 greinar