Sameinaður Landspítali Jóhannes M. Gunnarsson skrifar 20. september 2012 06:00 Sameining spítalanna í Reykjavík árið 2000 tók fyrst og fremst til stjórnunarlegrar sameiningar. Af henni hefur sannarlega orðið umtalsverður faglegur ávinningur og nokkur fjárhagslegur. Stóri ávinningurinn næst þegar öll bráðastarfsemin er komin á einn stað í húsnæði sem hæfir nútíma starfsemi af þessu tagi. Breytt hlutverk Landspítala, ný og fyrirferðarmeiri tæki, aukin þekking á samhengi hönnunar húsnæðis og meðferðarárangri og kröfur sjúklinga og aðstandenda til að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt kallar allt á nýtt húsnæði spítalans. Unnið hefur verið að undirbúningi sameinaðs húsnæðis frá árinu 2001.Deila um staðsetningu Rúmgóð lóð neðan gömlu Hringbrautar hefur verið frátekin fyrir uppbyggingu Landspítala og Háskóla Íslands í áratugi og verið á aðalskipulagi frá 1976. Legu Hringbrautar hefur verið breytt og staðsetning sameinaðs Landspítala ákveðin fyrir áratug síðan að vel ígrunduðu máli. Eðlilegt má telja að margir þeirra sem störfuðu á Borgarspítalanum litu til Fossvogs sem framtíðarsvæðis sameinaðs spítala og að nýta mætti byggingar Borgarspítalans ekki síður en húsin við Hringbraut. Borgaryfirvöld færðu rök fyrir því að vegtenging við stofnbrautir væri mjög umhendis í Fossvogi og útilokuðu þá staðsetningu. Því úthlutaði borgin mestum hluta lóðarinnar í Fossvogi til annarra þarfa. Bygging sameinaðs spítala á nýjum stað, hvort sem er á Vífilsstöðum, Geirsnefi eða Hólmsheiði, þýddi að byggja þyrfti allan spítalann frá grunni áður en hann kæmist í notkun og yrði þar af leiðandi nær þrisvar sinnum dýrari en núverandi áform sem gera ráð fyrir að eldra húsnæði nýtist fyrir minna krefjandi starfsemi hvað varðar tækniútfærslur. Þá er nýlegur barnaspítali við Hringbraut. Engin leið er að horfa fram hjá þessum staðreyndum. Mörg önnur rök mæla með staðsetningu spítalans við Hringbraut, s.s. nálægð við miðstöð samgangna, tvær meginstofnbrautir við lóðarmörk og nálægð við Háskóla Íslands.Minnsta mögulega stærð til hagkvæmrar sameiningar Mikilvægt er að þess sé gætt að það sem borið er saman sé sambærilegt. Flatarmálsþörf sameinaðs spítala sem ráðgjafar hafa lagt fram á mismunandi tímum eru þessar: Hugmyndavinna Ementor 2001 (Danmörk) 121.000 m² Hugmyndavinna White arkitekter 2002 (Svíþjóð) 144.000 m² Hönnun C. F. Möller 2008 (Danmörk) 179.000 m² Greining Hospitalitet 2009 (Noregur) 119.000 m² Hönnun SPITAL 2012 (Ísland) 132.000 m² Hér er átt við húsnæðisþarfir spítalans, gamalt og nýtt en án bílastæðahúsa og án bygginga Háskóla Íslands. Tölurnar eru því samanburðarhæfar. Húsnæði sem spítalinn yfirgefur eftir að fyrirhuguð nýbygging verður tekin í notkun er 44.000 m² og er á eftirtöldum stöðum: LSH Fossvogi, rannsóknarstofur Ármúla, blóðbanki Snorrabraut, skrifstofur Eiríksgötu 5, 19, 21 og 29, augnskurðstofur Þorfinnsgötu, sjúklingaíbúðir á nokkrum stöðum, skjalasafn Vesturhlíð, lífsýnasafn Skógarhlíð, sjúklingahótel Ármúla, dauðhreinsun og birgðastöð Tunguhálsi. Augljóst hagræði er að ná þessari starfsemi á einn stað. Aukið húsnæði Landspítala verður um 30.000 m², þar af 10.000 m² í kjallara. Miðað við þau miklu þrengsli sem starfsemin býr við verður þessi stækkun að teljast hófleg. Aðalatriðið er að hið nýja húsnæði mun mæta þörf fyrir nútímasjúkrahúsrekstur en gömlu húsin nýtast fyrir léttari starfsemi.Hvað er fram undan? Forhönnun og útboðsgögn fyrir áformaða byggingu eru því sem næst tilbúin. Skipulagsmál eru til lokaumfjöllunar hjá borgaryfirvöldum. Stundin er því að nálgast að hægt verði að hefjast handa. Ekki má seinna vera því holskefla stóru árganganna sem fæddust áratugina eftir stríð er að komast á sjötugsaldurinn („viðgerðaaldurinn") og knýr þegar dyra á spítalanum. Verður svo áfram því sextugum og eldri, sem eru helstu notendur sjúkrahúsþjónustu, mun fjölga um 50% fram til ársins 2025. Úrbætur í húsnæði spítalans munu létta á ríkissjóði. Núverandi rekstur kostar ríkissjóð 2,6 milljarða kr. á ári umfram það sem vera þyrfti ef bráðastarfsemin væri á einum stað í nútímalegu húsnæði, 7 milljónir kr. á dag. Byggingaráformin eru ekki aðeins hagur sjúklinganna fyrst og fremst heldur bráð nauðsyn. Ábati ríkissjóðs, hagur starfsmanna og hagur atvinnulífsins kemur þar á eftir en eru engu að síður mikilvægir þættir.Niðurlag Aðalatriði þessa máls er að húsnæði spítalans getur ekki lengur tekið við þeim tækjabúnaði sem til þarf svo nútímalækningar verði stundaðar vegna skorts á rými, lofthæð og burðarþoli. Nú þegar höfum við dregist aftur úr nágrönnum okkar. Í annan stað eru stærstu árgangar Íslandssögunnar að komast á þann aldur að þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Þegar sú alda er risin að fullu duga ekki lausnir til bráðabirgða. Ef ekki verður að gert nú stefnir í mikið óefni. Reynsla okkar og nágrannaþjóða okkar segir að aðdragandi svo flókinna bygginga er vart minni en áratugur. Ekki er því valkostur að slá verkefninu á frest. Í þriðja lagi er nútímaleg aðstaða og tækjabúnaður ein af forsendum þess að hægt verði að ná okkar bestu heilbrigðisstarfsmönnum heim eftir framhaldsnám erlendis. Umræða um önnur atriði þessa máls eru í raun aukaatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sameining spítalanna í Reykjavík árið 2000 tók fyrst og fremst til stjórnunarlegrar sameiningar. Af henni hefur sannarlega orðið umtalsverður faglegur ávinningur og nokkur fjárhagslegur. Stóri ávinningurinn næst þegar öll bráðastarfsemin er komin á einn stað í húsnæði sem hæfir nútíma starfsemi af þessu tagi. Breytt hlutverk Landspítala, ný og fyrirferðarmeiri tæki, aukin þekking á samhengi hönnunar húsnæðis og meðferðarárangri og kröfur sjúklinga og aðstandenda til að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt kallar allt á nýtt húsnæði spítalans. Unnið hefur verið að undirbúningi sameinaðs húsnæðis frá árinu 2001.Deila um staðsetningu Rúmgóð lóð neðan gömlu Hringbrautar hefur verið frátekin fyrir uppbyggingu Landspítala og Háskóla Íslands í áratugi og verið á aðalskipulagi frá 1976. Legu Hringbrautar hefur verið breytt og staðsetning sameinaðs Landspítala ákveðin fyrir áratug síðan að vel ígrunduðu máli. Eðlilegt má telja að margir þeirra sem störfuðu á Borgarspítalanum litu til Fossvogs sem framtíðarsvæðis sameinaðs spítala og að nýta mætti byggingar Borgarspítalans ekki síður en húsin við Hringbraut. Borgaryfirvöld færðu rök fyrir því að vegtenging við stofnbrautir væri mjög umhendis í Fossvogi og útilokuðu þá staðsetningu. Því úthlutaði borgin mestum hluta lóðarinnar í Fossvogi til annarra þarfa. Bygging sameinaðs spítala á nýjum stað, hvort sem er á Vífilsstöðum, Geirsnefi eða Hólmsheiði, þýddi að byggja þyrfti allan spítalann frá grunni áður en hann kæmist í notkun og yrði þar af leiðandi nær þrisvar sinnum dýrari en núverandi áform sem gera ráð fyrir að eldra húsnæði nýtist fyrir minna krefjandi starfsemi hvað varðar tækniútfærslur. Þá er nýlegur barnaspítali við Hringbraut. Engin leið er að horfa fram hjá þessum staðreyndum. Mörg önnur rök mæla með staðsetningu spítalans við Hringbraut, s.s. nálægð við miðstöð samgangna, tvær meginstofnbrautir við lóðarmörk og nálægð við Háskóla Íslands.Minnsta mögulega stærð til hagkvæmrar sameiningar Mikilvægt er að þess sé gætt að það sem borið er saman sé sambærilegt. Flatarmálsþörf sameinaðs spítala sem ráðgjafar hafa lagt fram á mismunandi tímum eru þessar: Hugmyndavinna Ementor 2001 (Danmörk) 121.000 m² Hugmyndavinna White arkitekter 2002 (Svíþjóð) 144.000 m² Hönnun C. F. Möller 2008 (Danmörk) 179.000 m² Greining Hospitalitet 2009 (Noregur) 119.000 m² Hönnun SPITAL 2012 (Ísland) 132.000 m² Hér er átt við húsnæðisþarfir spítalans, gamalt og nýtt en án bílastæðahúsa og án bygginga Háskóla Íslands. Tölurnar eru því samanburðarhæfar. Húsnæði sem spítalinn yfirgefur eftir að fyrirhuguð nýbygging verður tekin í notkun er 44.000 m² og er á eftirtöldum stöðum: LSH Fossvogi, rannsóknarstofur Ármúla, blóðbanki Snorrabraut, skrifstofur Eiríksgötu 5, 19, 21 og 29, augnskurðstofur Þorfinnsgötu, sjúklingaíbúðir á nokkrum stöðum, skjalasafn Vesturhlíð, lífsýnasafn Skógarhlíð, sjúklingahótel Ármúla, dauðhreinsun og birgðastöð Tunguhálsi. Augljóst hagræði er að ná þessari starfsemi á einn stað. Aukið húsnæði Landspítala verður um 30.000 m², þar af 10.000 m² í kjallara. Miðað við þau miklu þrengsli sem starfsemin býr við verður þessi stækkun að teljast hófleg. Aðalatriðið er að hið nýja húsnæði mun mæta þörf fyrir nútímasjúkrahúsrekstur en gömlu húsin nýtast fyrir léttari starfsemi.Hvað er fram undan? Forhönnun og útboðsgögn fyrir áformaða byggingu eru því sem næst tilbúin. Skipulagsmál eru til lokaumfjöllunar hjá borgaryfirvöldum. Stundin er því að nálgast að hægt verði að hefjast handa. Ekki má seinna vera því holskefla stóru árganganna sem fæddust áratugina eftir stríð er að komast á sjötugsaldurinn („viðgerðaaldurinn") og knýr þegar dyra á spítalanum. Verður svo áfram því sextugum og eldri, sem eru helstu notendur sjúkrahúsþjónustu, mun fjölga um 50% fram til ársins 2025. Úrbætur í húsnæði spítalans munu létta á ríkissjóði. Núverandi rekstur kostar ríkissjóð 2,6 milljarða kr. á ári umfram það sem vera þyrfti ef bráðastarfsemin væri á einum stað í nútímalegu húsnæði, 7 milljónir kr. á dag. Byggingaráformin eru ekki aðeins hagur sjúklinganna fyrst og fremst heldur bráð nauðsyn. Ábati ríkissjóðs, hagur starfsmanna og hagur atvinnulífsins kemur þar á eftir en eru engu að síður mikilvægir þættir.Niðurlag Aðalatriði þessa máls er að húsnæði spítalans getur ekki lengur tekið við þeim tækjabúnaði sem til þarf svo nútímalækningar verði stundaðar vegna skorts á rými, lofthæð og burðarþoli. Nú þegar höfum við dregist aftur úr nágrönnum okkar. Í annan stað eru stærstu árgangar Íslandssögunnar að komast á þann aldur að þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Þegar sú alda er risin að fullu duga ekki lausnir til bráðabirgða. Ef ekki verður að gert nú stefnir í mikið óefni. Reynsla okkar og nágrannaþjóða okkar segir að aðdragandi svo flókinna bygginga er vart minni en áratugur. Ekki er því valkostur að slá verkefninu á frest. Í þriðja lagi er nútímaleg aðstaða og tækjabúnaður ein af forsendum þess að hægt verði að ná okkar bestu heilbrigðisstarfsmönnum heim eftir framhaldsnám erlendis. Umræða um önnur atriði þessa máls eru í raun aukaatriði.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar