Fleiri fréttir

Sparað til tjóns

Stjórnvöld eru að valda stórkostlegu tjóni á vegakerfi landsins með fáheyrðum niðurskurði sem á sér ekki sinn líka síðan farið var að leggja vegi hér á landi. Framlög til viðhalds eru nú komin niður fyrir helming af því sem eðlilegt var talið um áratuga skeið. Framlög til vetrarþjónustu hafa verið skert svo hastarlega að minnka þarf þjónustu og loka vegum svo öryggi vegfarenda sé ekki stefnt í hættu.

Aðgengi að kynheilbrigðis-þjónustu fyrir unglinga

Sóley S. Bender skrifar

Að undanförnu hefur verið umfjöllun um frumvarp til laga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónagetnaðarvarnir. Mikilvægt er að setja þá umfjöllun í stærra samhengi.

Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum

Björn Jón Bragason skrifar

Hinn 7. mars síðastliðinn voru borgarstjóra afhentir listar með nöfnum 48 eigenda rótgróinna verslana og verslunarhúsnæðis við Laugaveginn í Reykjavík sem mótmæla öllum frekari áformum borgaryfirvalda um lokun götunnar fyrir bílaumferð.

Fíklar hér og þar

Stefán J. Arngrímsson skrifar

Ég á mér draum sem er líklega svipaður og hjá tugþúsundum Íslendinga hvar sem þeir eru staddir á lífsleiðinni. Ég á mér markmið sem svipar til annarra markmiða samlanda minna, hvort sem þeir eru staddir hér á landi eða í Evrópu, Bandaríkjunum eða þess vegna Kína. Ég legg á mig mikla vinnu og tíma til að ná þessum markmiðum. Ég læri á kvöldin eftir vinnu, les mér til og æfi mig reglulega.

Heilbrigðar tennur barna: Mannréttindi eða forréttindi?

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur.

Hegðun til hliðsjónar

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi.

3,9 prósent

Magnús Halldórsson skrifar

Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarða króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur.

Bankar fyrir opið hagkerfi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn,

Besti læknirinn?

Teitur Guðmundsson skrifar

Samkvæmt reglum um eftirlit Landlæknis með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstéttum kemur fram að fylgst skuli með ákveðnum þáttum og liggja því til grundvallar markmið eins og öryggi, rétt tímasetning, skilvirkni, jafnræði til þjónustu og einnig notendamiðuð þjónusta.

Endurheimtur Björgólfs Thors og ríkis

Kristján Snæfells. Kjartansson skrifar

Aðilar frá USA hyggjast kaupa Actavis. Sýnir það hvursu miklum fjármunum lyfjafyrirtækin velta. En bandarískir bissnissmenn eru þekktir af kunnáttu sinni hvað varðar viðskipti.

Einnar bókar bullur

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru.

Boltinn hjá þjóðinni

Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum.

Um sannleiksnefnd

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda.

Fráleit umræða um frumvarp velferðarráðherra

Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára.

Glerhýsi Þorsteins Pálssonar?

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál.

Umhverfisvernd er íhaldsstefna

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Mælingar kváðu herma að Svandís Svavarsdóttir sé sá ráðherra sem flestum þyki hafa staðið sig illa í starfi. Það er undarlegt. Það er erfitt að átta sig á því hvaða fólk er spurt og hví það er svona óánægt en skýringin liggur að minnsta kosti ekki í því að Svandís sé löt og hyskin eða svíkist um að vinna sín störf af samviskusemi. Öðru nær. Ætli sé þá ekki nærtækast að leita skýringa í því að þessu fólki mislíki það hversu rösk hún er og röggsöm. Að þetta fólk vilji ekki duglegan og drífandi umhverfisráðherra.

Karlréttindakona – kvenréttindakarl

Einhverra hluta vegna hafa ummæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í viðtali við vikublaðið Monitor valdið titringi meðal fólks sem er áhugasamt um jafnrétti kynjanna. Einkum tvenn ummæli í viðtalinu hafa verið til umræðu. Annars vegar að Vigdís hafi talað um "öfgafemínisma“. Það gerði hún reyndar ekki, heldur spyrjandinn. Vigdís sagðist vara við öllum öfgum og sagði að þær gætu eyðilagt góðan málstað. Það virðist ekki vera afstaða sem ætti að koma neinum úr jafnvægi.

Öfgafemínismi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar.

Kynning fornleifa í Vogum

Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa.

Forseti Íslands og ægivald fjármagnsins

Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila.

Mamma ég er ólétt!

Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár.

Einelti er kerfisfyrirbæri

Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál.

Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið

Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð.

Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur

Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast.

Númer 14 og 171

Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða.

Talað upp í vindinn

Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu.

Vorþing Norðurlandaráðs í Alþingi

Helgi Hjörvar skrifar

Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir.

Eyðsla í óleyfi

Ólafur Stephensen skrifar

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda.

Skref í ranga átt

Elínborg Bárðardóttir skrifar

Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi.

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Er vorið endanlega komið?

Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið.

Svívirðilegt níð

Jakob F. Ásgeirsson skrifar

Í Fréttablaðinu í gær birtist makalaus bókaumsögn um eina af útgáfubókum Uglu, Líf Keiths Richards, sem kom út fyrir jólin og hefur almennt fengið hinar bestu viðtökur. Bókaumsögnin er tilhæfulaus og andstyggileg persónuleg árás á þýðanda bókarinnar, Elínu Guðmundsdóttur, og útgefanda hennar. Orðrétt segir ritdómarinn, Friðrika Benónýsdóttir, í Fréttablaðinu í gær:

Bókmenntafræði hversdagsins

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans.

Hvað er góð nýting á hval?

Sigursteinn Másson skrifar

Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif.

Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar

Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam skrifar

Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir.

Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu

Guðbjartur Hannesson skrifar

Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund.

Vatnið okkar – auðlind til framtíðar

Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni.

Gegnumbrot skáldskaparins

Trausti Steinsson skrifar

Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði.

Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar

Jakob Björnsson skrifar

Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu "Orkan er takmörkuð auðlind“. Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar.

Sjá næstu 50 greinar