Aðgengi að kynheilbrigðis-þjónustu fyrir unglinga Sóley S. Bender skrifar 28. mars 2012 06:00 Að undanförnu hefur verið umfjöllun um frumvarp til laga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónagetnaðarvarnir. Mikilvægt er að setja þá umfjöllun í stærra samhengi. Árið 1975 voru samþykkt á Alþingi lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í fyrsta hluta laganna er fjallað um forvarnir og þar er gerð grein fyrir því að fólk skuli eiga kost á fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Í kjölfar þessara laga var sett á stofn Kynfræðsludeild á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til þess að framfylgja lögunum. Þannig var Ísland í takt við önnur Norðurlönd með því að leggja áherslu á forvarnir á þessu sviði. En Svíar tóku skrefið lengra og ákváðu í kjölfar gildistöku fóstureyðingarlaga árið 1974 að fela ljósmæðrum það hlutverk að veita ungu fólki fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir ásamt heimild til að ávísa getnaðarvörnum. Víða erlendis hafa hjúkrunarfræðingar, um all nokkurt skeið, haft leyfi til að ávísa ýmsum lyfjum þar meðtalið getnaðarvörnum. Örlög Kynfræðsludeildarinnar, sem einkum veitti ungum stúlkum fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir, urðu þau að henni var lokað í kringum 1993 þrátt fyrir háa tíðni þungana meðal unglingsstúlkna. Á árinu 1993 var tíðni þungana meðal unglingsstúlka hér á landi 39,2 á hverjar 1.000 stúlkur yngri en 19 ára en 21,3 í Finnlandi. Nokkrum árum síðar (1995) byrjuðu Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir með fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði fyrir ungt fólk í Hinu húsinu í Reykjavík og var sú starfsemi til ársins 2000. Frá árinu 1997 hefur starfað sérstök kynheilbrigðisþjónusta á Kvennadeild Landspítalans „Ráðgjöf um getnaðarvarnir“ sem veitt hefur konum en einkum ungum stúlkum sem sótt hafa um fóstureyðingu ráðgjöf á þessu sviði. Árið 1999 var fyrsta unglingamóttakan opnuð hér á landi innan heilsugæslustöðva. Á næstu árum voru opnaðar ýmsar unglingamóttökur á Stór-Reykjavíkursvæðinu en líftími þeirra var stuttur og liggja að baki því margar skýringar. Ljóst er af framansögðu að ýmsar leiðir hafa verið farnar til að stuðla að kynheilbrigði unglinga en ekki gengið sem skyldi. Því er það mikilvægt skref nú að stjórnvöld ætla með fyrrnefndu frumvarpi að auðvelda aðgengi að hormónagetnaðarvörnum sem er ein af mörgum leiðum til að stuðla að kynheilbrigði unglinga. Nauðsynlegt er að huga að forvörnum snemma og stuðla að því að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf. Mikil breyting á sér stað á kynhegðun unglinga á milli 13 og 14 ára aldurs. Landskannanir hér á landi hafa sýnt að árið 1996 höfðu alls 7,6% unglinga við 13 ára aldur haft kynmök en við 14 ára aldurinn voru það 25,5% en árið 2009 hafði þetta sama hlutfall lækkað í 4,6% og 17,7%. Þrátt fyrir þessa lækkun þá er tíðni fæðinga og kynsjúkdóma há og unglingar hafa mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði. Þar sem unglingamóttökurnar náðu ekki fótfestu er mikilvægt að opna á Stór-Reykjavíkursvæðinu miðlæga unglingamóttöku sem tekur á þessum málum en jafnframt að ungt fólk hafi greiðan aðgang að fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði í gegnum skólana. Komið hefur fram í rannsóknum hér á landi og erlendis að unglingar vilja oft sækja sér þjónustu sem er nálæg þeim og er skólinn því heppilegur vettvangur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar sem unglingar hafa aðgang að, þeir þekkja, treysta og geta rætt við um kynheilbrigðismál jafnt sem önnur heilbrigðismál. En sumar ungar stúlkur sem hafa leitað til skólahjúkrunarfræðinga og fengið fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir hafa síðan ekki haft sig í að leita til heimilislæknis til að fá lyfseðil á pilluna. Þetta fyrirkomulag auðveldar þeim ekki aðgengi að getnaðarvörnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á margvíslegar hindranir sem unglingar standa frammi fyrir þegar þeir ætla sér að fara á kynheilbrigðisþjónustu. Það getur verið staðsetning móttökunnar, þeir óttast að trúnaðar sé ekki gætt, óttast að hitta einhvern kunnugan á móttökunni, finnst oft óþægilegt að ræða um kynlíf sitt og óttast að kynlíf þeirra sé ekki viðurkennt. Þörf er á því að vinna á faglegan hátt með þessa þætti og styðjast við leiðir til að ná til unglingsins þannig að hann taki með sér gott veganesti til að stuðla að ábyrgu kynlífi. Með þróun faglegrar kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga hér á landi þá er Ísland að framfylgja þeim Evrópu- og alþjóðlegu samþykktum sem gerðar hafa verið um kynheilbrigði unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið umfjöllun um frumvarp til laga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónagetnaðarvarnir. Mikilvægt er að setja þá umfjöllun í stærra samhengi. Árið 1975 voru samþykkt á Alþingi lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í fyrsta hluta laganna er fjallað um forvarnir og þar er gerð grein fyrir því að fólk skuli eiga kost á fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Í kjölfar þessara laga var sett á stofn Kynfræðsludeild á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til þess að framfylgja lögunum. Þannig var Ísland í takt við önnur Norðurlönd með því að leggja áherslu á forvarnir á þessu sviði. En Svíar tóku skrefið lengra og ákváðu í kjölfar gildistöku fóstureyðingarlaga árið 1974 að fela ljósmæðrum það hlutverk að veita ungu fólki fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir ásamt heimild til að ávísa getnaðarvörnum. Víða erlendis hafa hjúkrunarfræðingar, um all nokkurt skeið, haft leyfi til að ávísa ýmsum lyfjum þar meðtalið getnaðarvörnum. Örlög Kynfræðsludeildarinnar, sem einkum veitti ungum stúlkum fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir, urðu þau að henni var lokað í kringum 1993 þrátt fyrir háa tíðni þungana meðal unglingsstúlkna. Á árinu 1993 var tíðni þungana meðal unglingsstúlka hér á landi 39,2 á hverjar 1.000 stúlkur yngri en 19 ára en 21,3 í Finnlandi. Nokkrum árum síðar (1995) byrjuðu Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir með fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði fyrir ungt fólk í Hinu húsinu í Reykjavík og var sú starfsemi til ársins 2000. Frá árinu 1997 hefur starfað sérstök kynheilbrigðisþjónusta á Kvennadeild Landspítalans „Ráðgjöf um getnaðarvarnir“ sem veitt hefur konum en einkum ungum stúlkum sem sótt hafa um fóstureyðingu ráðgjöf á þessu sviði. Árið 1999 var fyrsta unglingamóttakan opnuð hér á landi innan heilsugæslustöðva. Á næstu árum voru opnaðar ýmsar unglingamóttökur á Stór-Reykjavíkursvæðinu en líftími þeirra var stuttur og liggja að baki því margar skýringar. Ljóst er af framansögðu að ýmsar leiðir hafa verið farnar til að stuðla að kynheilbrigði unglinga en ekki gengið sem skyldi. Því er það mikilvægt skref nú að stjórnvöld ætla með fyrrnefndu frumvarpi að auðvelda aðgengi að hormónagetnaðarvörnum sem er ein af mörgum leiðum til að stuðla að kynheilbrigði unglinga. Nauðsynlegt er að huga að forvörnum snemma og stuðla að því að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf. Mikil breyting á sér stað á kynhegðun unglinga á milli 13 og 14 ára aldurs. Landskannanir hér á landi hafa sýnt að árið 1996 höfðu alls 7,6% unglinga við 13 ára aldur haft kynmök en við 14 ára aldurinn voru það 25,5% en árið 2009 hafði þetta sama hlutfall lækkað í 4,6% og 17,7%. Þrátt fyrir þessa lækkun þá er tíðni fæðinga og kynsjúkdóma há og unglingar hafa mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði. Þar sem unglingamóttökurnar náðu ekki fótfestu er mikilvægt að opna á Stór-Reykjavíkursvæðinu miðlæga unglingamóttöku sem tekur á þessum málum en jafnframt að ungt fólk hafi greiðan aðgang að fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði í gegnum skólana. Komið hefur fram í rannsóknum hér á landi og erlendis að unglingar vilja oft sækja sér þjónustu sem er nálæg þeim og er skólinn því heppilegur vettvangur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar sem unglingar hafa aðgang að, þeir þekkja, treysta og geta rætt við um kynheilbrigðismál jafnt sem önnur heilbrigðismál. En sumar ungar stúlkur sem hafa leitað til skólahjúkrunarfræðinga og fengið fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir hafa síðan ekki haft sig í að leita til heimilislæknis til að fá lyfseðil á pilluna. Þetta fyrirkomulag auðveldar þeim ekki aðgengi að getnaðarvörnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á margvíslegar hindranir sem unglingar standa frammi fyrir þegar þeir ætla sér að fara á kynheilbrigðisþjónustu. Það getur verið staðsetning móttökunnar, þeir óttast að trúnaðar sé ekki gætt, óttast að hitta einhvern kunnugan á móttökunni, finnst oft óþægilegt að ræða um kynlíf sitt og óttast að kynlíf þeirra sé ekki viðurkennt. Þörf er á því að vinna á faglegan hátt með þessa þætti og styðjast við leiðir til að ná til unglingsins þannig að hann taki með sér gott veganesti til að stuðla að ábyrgu kynlífi. Með þróun faglegrar kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga hér á landi þá er Ísland að framfylgja þeim Evrópu- og alþjóðlegu samþykktum sem gerðar hafa verið um kynheilbrigði unglinga.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar