Forseti Íslands og ægivald fjármagnsins 24. mars 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila. Nýverið færði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, nokkur rök fyrir því í Ríkisútvarpinu að Ólafur Ragnar Grímsson yrði sjálfkjörinn fimmta kjörtímabilið. Vógu þar þyngst rökin um kostnað en fleiri ástæður voru nefndar sem hefðu fælingaráhrif á mögulega mótframbjóðendur. „Ísland hrundi undan þunga eigin spillingar," sagði Svanur og benti á að hið pólitíska vald hefði lengi verið í höndum hagsmunaaðila og því „ekkert almannavald í landinu". Hann kvað Ólaf Ragnar hafa notað 90 milljónir króna að núvirði til að ná kjöri 1996. Hugsanlegur mótframbjóðandi nú þyrfti, ef eitthvað væri, hærri fjárhæð vegna forskots sitjandi forseta. Að vísu gætu útgerðarfyrirtækin látið „réttan frambjóðanda" fá digran sjóð og þá væntanlega þann sem væri hlynntur áframhaldandi „sægreifavaldi á Íslandi". En hann taldi ekki miklar líkur á að einhver færi í forsetaframboð í boði kvótakónga. Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 var ég með framsögu í Háskóla Íslands um lögmæti þess að peningaöfl réðu úrslitum í pólitík. Þar töldu sumir eðlilegt að pólitísk framboð væru fjármögnuð af stórfyrirtækjum. Ég benti á hættuna sem af því hlytist fyrir lýðræðið og vísaði í þekkt dómsmál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna (Buckley gegn Valeo, 1976) þar sem tekist var á um það hvort fjármögnun framboða væri liður í stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi eða ógn við jafnræði borgara í lýðræðisríki. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þá lögmæti laga sem takmörkuðu framlög í kosningasjóði en taldi þó frambjóðendum heimilt að nota eins mikið eigið fé og þeir réðu yfir, slíkt væri liður í pólitísku tjáningarfrelsi. Þessi niðurstaða varð umdeild enda hefur rödd peningaaflanna í pólitík leitt til þeirra mótmæla nú, sem kenna sig við 99 prósentin er berjast gegn spillingu, græðgi peningaafla og hnignun lýðræðisins. Í lýðræðinu erum það við, almenningur sem ráðum. Völdin eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. Þetta er sá grundvöllur sem öll mannréttindi hvíla á og rætur eiga í stórmerkum hugmyndum 18. aldar; Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, Mannréttindayfirlýsingu Frakka 1789 – og í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldar, Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna 1948. Sérhver einstaklingur er jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin og slíkt er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Í Mannréttindayfirlýsingunni segir að hverjum manni sé heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Sú fagra draumsýn um betri veröld sem þarna birtist hefur síðar verið skrumskæld. Einstaklingur má sín lítils nú gegn ægivaldi fjármagnsins. Nú vaða valdhafar víða fram í skjóli peningaafla; rússneskir oligarkar sem urðu auðjöfrar í einkavæðingarferli á rústum kommúnismans standa að baki Pútín. Í Bandaríkjunum býður sig enginn fram til forseta sem ekki hefur gífurlega fjármuni á bak við sig. Og hér á Íslandi, eftir eitt mesta efnahagshrun allra tíma, kyngjum við því að enginn eigi erindi í framboð nema að hafa tryggt sér öfluga fjárhagslega bakhjarla. Á nýja Íslandi blasir við að forsetinn muni sitja í tuttugu ár. Engu að síður er teflt fram þeim rökum að hefðin mæli gegn mótframboði við sitjandi forseta. Af hverju helgast sú hefð? Það hlýtur að vera hefð spillingarinnar því lýðræðishefðin gerir kröfu um mótframboð, um andstöðu, um breytingar. Í þriðja lagi voru þau rök nefnd að fjölmiðlum bæri ekki skylda til að kynna frambjóðendur. Það er rangt. Fjölmiðlum ber skylda til að miðla áfram til almennings öllum þeim upplýsingum sem almenning varða, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. Fjölmiðill sem ekki miðlar slíkum upplýsingum er ekki að axla þá ábyrgð sem tjáningar- og upplýsingafrelsið gerir kröfu um og er fylgifiskur þeirrar verndar sem fjölmiðlar njóta. Í fjórða lagi var þeirri ástæðu teflt fram sem hrella myndi mögulegan mótframbjóðanda að hann yrði „úthrópaður" af stuðningsmönnum forsetans – sem Evrópusambandssinni. Þjóðin ákveður endanlega hvort Ísland verður aðili að Evrópusambandinu en ekki sá sem skipar embætti Forseta Íslands. Þar ræður mestu að hæfileikamanneskja skipi þann sess, svo að ég vitni í stjórnskipunarrit Ólafs Jóhannessonar, en hvorki einarður andstæðingur né talsmaður Evrópusambandsaðildar. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar en ekki fulltrúi sérhagsmuna eða sérstaks hóps innan hennar. Forsetinn er talsmaður þjóðarinnar; tákngervingur hennar, vona hennar og styrks. Óháð því hvað fólki finnst um mögulega frambjóðendur eða forsetaembættið yfir höfuð er aðeins einn sigur í stöðunni og það er sigur fólksins í landinu en ekki peningaafla, sem rústa meginreglu lýðræðisins um jöfn tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila. Nýverið færði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, nokkur rök fyrir því í Ríkisútvarpinu að Ólafur Ragnar Grímsson yrði sjálfkjörinn fimmta kjörtímabilið. Vógu þar þyngst rökin um kostnað en fleiri ástæður voru nefndar sem hefðu fælingaráhrif á mögulega mótframbjóðendur. „Ísland hrundi undan þunga eigin spillingar," sagði Svanur og benti á að hið pólitíska vald hefði lengi verið í höndum hagsmunaaðila og því „ekkert almannavald í landinu". Hann kvað Ólaf Ragnar hafa notað 90 milljónir króna að núvirði til að ná kjöri 1996. Hugsanlegur mótframbjóðandi nú þyrfti, ef eitthvað væri, hærri fjárhæð vegna forskots sitjandi forseta. Að vísu gætu útgerðarfyrirtækin látið „réttan frambjóðanda" fá digran sjóð og þá væntanlega þann sem væri hlynntur áframhaldandi „sægreifavaldi á Íslandi". En hann taldi ekki miklar líkur á að einhver færi í forsetaframboð í boði kvótakónga. Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 var ég með framsögu í Háskóla Íslands um lögmæti þess að peningaöfl réðu úrslitum í pólitík. Þar töldu sumir eðlilegt að pólitísk framboð væru fjármögnuð af stórfyrirtækjum. Ég benti á hættuna sem af því hlytist fyrir lýðræðið og vísaði í þekkt dómsmál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna (Buckley gegn Valeo, 1976) þar sem tekist var á um það hvort fjármögnun framboða væri liður í stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi eða ógn við jafnræði borgara í lýðræðisríki. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þá lögmæti laga sem takmörkuðu framlög í kosningasjóði en taldi þó frambjóðendum heimilt að nota eins mikið eigið fé og þeir réðu yfir, slíkt væri liður í pólitísku tjáningarfrelsi. Þessi niðurstaða varð umdeild enda hefur rödd peningaaflanna í pólitík leitt til þeirra mótmæla nú, sem kenna sig við 99 prósentin er berjast gegn spillingu, græðgi peningaafla og hnignun lýðræðisins. Í lýðræðinu erum það við, almenningur sem ráðum. Völdin eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. Þetta er sá grundvöllur sem öll mannréttindi hvíla á og rætur eiga í stórmerkum hugmyndum 18. aldar; Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, Mannréttindayfirlýsingu Frakka 1789 – og í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldar, Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna 1948. Sérhver einstaklingur er jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin og slíkt er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Í Mannréttindayfirlýsingunni segir að hverjum manni sé heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Sú fagra draumsýn um betri veröld sem þarna birtist hefur síðar verið skrumskæld. Einstaklingur má sín lítils nú gegn ægivaldi fjármagnsins. Nú vaða valdhafar víða fram í skjóli peningaafla; rússneskir oligarkar sem urðu auðjöfrar í einkavæðingarferli á rústum kommúnismans standa að baki Pútín. Í Bandaríkjunum býður sig enginn fram til forseta sem ekki hefur gífurlega fjármuni á bak við sig. Og hér á Íslandi, eftir eitt mesta efnahagshrun allra tíma, kyngjum við því að enginn eigi erindi í framboð nema að hafa tryggt sér öfluga fjárhagslega bakhjarla. Á nýja Íslandi blasir við að forsetinn muni sitja í tuttugu ár. Engu að síður er teflt fram þeim rökum að hefðin mæli gegn mótframboði við sitjandi forseta. Af hverju helgast sú hefð? Það hlýtur að vera hefð spillingarinnar því lýðræðishefðin gerir kröfu um mótframboð, um andstöðu, um breytingar. Í þriðja lagi voru þau rök nefnd að fjölmiðlum bæri ekki skylda til að kynna frambjóðendur. Það er rangt. Fjölmiðlum ber skylda til að miðla áfram til almennings öllum þeim upplýsingum sem almenning varða, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. Fjölmiðill sem ekki miðlar slíkum upplýsingum er ekki að axla þá ábyrgð sem tjáningar- og upplýsingafrelsið gerir kröfu um og er fylgifiskur þeirrar verndar sem fjölmiðlar njóta. Í fjórða lagi var þeirri ástæðu teflt fram sem hrella myndi mögulegan mótframbjóðanda að hann yrði „úthrópaður" af stuðningsmönnum forsetans – sem Evrópusambandssinni. Þjóðin ákveður endanlega hvort Ísland verður aðili að Evrópusambandinu en ekki sá sem skipar embætti Forseta Íslands. Þar ræður mestu að hæfileikamanneskja skipi þann sess, svo að ég vitni í stjórnskipunarrit Ólafs Jóhannessonar, en hvorki einarður andstæðingur né talsmaður Evrópusambandsaðildar. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar en ekki fulltrúi sérhagsmuna eða sérstaks hóps innan hennar. Forsetinn er talsmaður þjóðarinnar; tákngervingur hennar, vona hennar og styrks. Óháð því hvað fólki finnst um mögulega frambjóðendur eða forsetaembættið yfir höfuð er aðeins einn sigur í stöðunni og það er sigur fólksins í landinu en ekki peningaafla, sem rústa meginreglu lýðræðisins um jöfn tækifæri.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun