Fráleit umræða um frumvarp velferðarráðherra 26. mars 2012 08:00 Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun