Um sannleiksnefnd 26. mars 2012 08:00 Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar