Um sannleiksnefnd 26. mars 2012 08:00 Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar