Eyðsla í óleyfi Ólafur Stephensen skrifar 23. mars 2012 09:15 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda. Í skýrslunni kemur fram að uppsafnaður halli skólans um áramót var 307 milljónir króna. Skuldirnar námu 740 milljónum og höfðu fimmfaldazt frá 2005, þegar skólinn varð til úr eldri stofnunum. Langmest af skuldunum, eða 694 milljónir, er við ríkissjóð. "Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans," segir Ríkisendurskoðun. Hún hefur oft áður bent á hallarekstur og skuldasöfnun LBHÍ. Engu að síður hafa hvorki stjórnendurnir né menntamálaráðuneytið, sem tók við skólanum af landbúnaðarráðuneytinu 2008, náð að stöðva vitleysuna. Í svörum skólans og ráðuneytisins kemur fram að fjárhagsvandann megi rekja til þess að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað verulega. Útgjöld ríkisins hafi ekki haldið í við þá þróun og það sé ástæða fjárhagsvandans! Hér hlýtur að þurfa að snúa dæminu við og spyrja hvernig stjórnendur háskólans gátu leyft sér að auka námsframboðið og fjölga nemendum, þegar fyrir lá að peningar til þess voru ekki til. Í svörum skólans við athugasemdum Ríkisendurskoðunar er margtuggið að hefðu fjárheimildirnar verið hærri, hefði verið hægt að reka stofnunina innan þeirra! Forsvarsmenn skólans stinga upp á að uppsafnaður halli verði "losaður út" með aukafjárveitingu. Ella að 100 milljónir verði borgaðar niður á fimm árum með því að halda eftir hluta af framlagi ríkisins, en samhliða fengi skólinn aftur "það sem af honum hefur verið skorið inn í fjárlagarammann og afgangurinn yrði afskrifaður með aukafjárveitingu." Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: "Ef ekkert af þessu er fært þá þarf nú þegar í samráði við stjórnvöld að leggja niður starfsstöðvar, hætta að taka inn nemendur og segja upp fólki." Voru það ekki ráðin sem þurfti að grípa til strax þegar fyrir lá að Alþingi ætlaði minna fé til skólans en þurfti til þess umfangs rekstrarins, sem metnaður rektors og háskólaráðs virðist hafa staðið til? Ríkisendurskoðun segir að menntamálaráðuneytið verði að leita lausna á uppsöfnuðum halla í samstarfi við skólann og fjármálaráðuneytið. Takist það ekki, bendir stofnunin á viðurlög í fjárreiðulögum og lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Þar er kveðið á um að forstöðumenn ríkisstofnana, sem fara ítrekað fram úr fjárlagaheimildum, megi áminna og reka síðan úr starfi. Það hlýtur að vera áleitin spurning hvers vegna ekki hefur þegar verið gripið til þeirra aðgerða gagnvart rektor Landbúnaðarháskólans, sem virðist hafa einkar óforskammaða afstöðu til fjárlaganna sem um stofnun hans gilda. Til hvers eru ákvæðin um að víkja megi frá ríkisforstjórum, sem ekki geta haldið sig innan ramma fjárlaga, ef þau eru ekki notuð í svona tilfellum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda. Í skýrslunni kemur fram að uppsafnaður halli skólans um áramót var 307 milljónir króna. Skuldirnar námu 740 milljónum og höfðu fimmfaldazt frá 2005, þegar skólinn varð til úr eldri stofnunum. Langmest af skuldunum, eða 694 milljónir, er við ríkissjóð. "Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans," segir Ríkisendurskoðun. Hún hefur oft áður bent á hallarekstur og skuldasöfnun LBHÍ. Engu að síður hafa hvorki stjórnendurnir né menntamálaráðuneytið, sem tók við skólanum af landbúnaðarráðuneytinu 2008, náð að stöðva vitleysuna. Í svörum skólans og ráðuneytisins kemur fram að fjárhagsvandann megi rekja til þess að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað verulega. Útgjöld ríkisins hafi ekki haldið í við þá þróun og það sé ástæða fjárhagsvandans! Hér hlýtur að þurfa að snúa dæminu við og spyrja hvernig stjórnendur háskólans gátu leyft sér að auka námsframboðið og fjölga nemendum, þegar fyrir lá að peningar til þess voru ekki til. Í svörum skólans við athugasemdum Ríkisendurskoðunar er margtuggið að hefðu fjárheimildirnar verið hærri, hefði verið hægt að reka stofnunina innan þeirra! Forsvarsmenn skólans stinga upp á að uppsafnaður halli verði "losaður út" með aukafjárveitingu. Ella að 100 milljónir verði borgaðar niður á fimm árum með því að halda eftir hluta af framlagi ríkisins, en samhliða fengi skólinn aftur "það sem af honum hefur verið skorið inn í fjárlagarammann og afgangurinn yrði afskrifaður með aukafjárveitingu." Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: "Ef ekkert af þessu er fært þá þarf nú þegar í samráði við stjórnvöld að leggja niður starfsstöðvar, hætta að taka inn nemendur og segja upp fólki." Voru það ekki ráðin sem þurfti að grípa til strax þegar fyrir lá að Alþingi ætlaði minna fé til skólans en þurfti til þess umfangs rekstrarins, sem metnaður rektors og háskólaráðs virðist hafa staðið til? Ríkisendurskoðun segir að menntamálaráðuneytið verði að leita lausna á uppsöfnuðum halla í samstarfi við skólann og fjármálaráðuneytið. Takist það ekki, bendir stofnunin á viðurlög í fjárreiðulögum og lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Þar er kveðið á um að forstöðumenn ríkisstofnana, sem fara ítrekað fram úr fjárlagaheimildum, megi áminna og reka síðan úr starfi. Það hlýtur að vera áleitin spurning hvers vegna ekki hefur þegar verið gripið til þeirra aðgerða gagnvart rektor Landbúnaðarháskólans, sem virðist hafa einkar óforskammaða afstöðu til fjárlaganna sem um stofnun hans gilda. Til hvers eru ákvæðin um að víkja megi frá ríkisforstjórum, sem ekki geta haldið sig innan ramma fjárlaga, ef þau eru ekki notuð í svona tilfellum?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun