Heilbrigðar tennur barna: Mannréttindi eða forréttindi? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. mars 2012 06:00 Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar