Glerhýsi Þorsteins Pálssonar? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. mars 2012 08:00 Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar