„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“ 9. nóvember 2011 06:00 Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Smári McCarthy Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun