Auðlind í örum vexti Einar Örn Jónsson skrifar 13. júlí 2011 08:00 Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar