Erum við tilbúin að ganga í ESB? Árni Sigfússon skrifar 11. júlí 2011 06:00 Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar