Til varnar rafmagnsvespum Einar Birgisson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar