Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun