Ruglið heldur áfram Friðrik Indriðason skrifar 10. júlí 2011 15:06 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar